Mjúk lending hagkerfisins

Eftir háflug hagkerfisins í 8 ár stefndi um tíma í harkalega lendingu þar sem hvorttveggja atvinnuleysi og verðbólga tækju stökk upp á við. Hættumerkin voru þrjú; gjaldþrot WOW, loðnubrestur og sósíalísk verkalýðshreyfing.

Síðustu daga eru þó ástæða til bjartsýni. Það verður samdráttur í einkaneyslu og hagkerfið kólnar. Atvinnuleysi sígur upp á við en hægt og fer varla yfir 3-4 prósent, nema á Suðurnesjum þar sem það mælist tímabundið í ESB-stærð eða 8-10 prósent.

Gengið heldur sjó, þökk sé Má við Kalkofnsveg, og feitur ríkissjóður Bjarna slakar á skattheimtunni.

Markaðurinn sér um að mæta helstu kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lægri húsnæðiskostnað. Ragnar Þór og Sólveig Anna skynjuðu í tíma að almenningur afþakkaði Venesúela og gul frönsk vesti sem fyrirmynd.

Þegar allt er talið eru líkur á mjúkri lendingu hagkerfisins.


mbl.is Spá lækkun fasteignaverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eru samningar opinberra ekki við það að losna?

Ragnhildur Kolka, 3.4.2019 kl. 09:57

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Ragnhildur, en mér sýnist búið að ramma þá inn með samningum á almenna markaðnum.

Páll Vilhjálmsson, 3.4.2019 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband