Þriðjudagur, 2. apríl 2019
Á eftir 3. orkupakka kemur sá fjórði...
Orkupakkar ESB stefna allir að einu marki: að yfirstjórn Evrópusambandsins á orkubúskap aðildarríkja sambandsins. Það þýðir að á eftir orkupakka 3, sem nú er til umræðu á alþingi, kemur númer fjögur, fimm og svo framvegis. Þangað til að markmiðinu er náð.
Ísland er ekki tengt orkumarkaði ESB þar sem enginn rafstrengur er til Evrópu. En með því að eiga aðild að orkustefnu ESB lýsir Ísland sig reiðubúið undir rafstreng.
Nær allir, sem taka til máls um 3. orkupakkann, lýsa sig andsnúna rafstreng, - jafnvel þeir sem vilja samþykkja orkupakkann. Til hvers þá að samþykkja orkupakkann, sem beinlínis býr í haginn fyrir rafstreng milli Íslands og Evrópu?
Það er heiðarlegra gagnvart Evrópusambandinu að afþakka 3.orkupakka sambandsins, þar sem Íslendingar hafa engan áhuga að framselja yfirráðin yfir orkumálum landsins til ESB.
Þeir sem vilja samþykkja orkupakkann eru bæði skammsýnir og dómgreindarlausir. Með því samþykkt orkupakkans gefur alþingi ESB færi á að hlutast til um málaflokk sem hingað til er alfarið í höndum Íslendinga. Og þegar ESB er komið með valdheimildir gefur sambandið þær ekki auðveldlega frá sér. Samanber Brexit.
Spurt og svarað um þriðja orkupakkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einbjörn togar í tvíbjörn, tvíbjörn togar í þríbjörn, þríbjörn togar í alþingismenn..
Júlíus Valsson, 2.4.2019 kl. 09:50
Þurfi Evrópusambandið að stela einhverju sem ekki er auðvelt að innbyrða í heilu lagi, þá er það gert með pakka 1. Pakka 2. Og 3. og svo framvegis þar til allt er komið um borð og við höfum ekkert um málið að segja framar og stöndum úti á hlaði við gluggalausan og orkulausan skúrin, með fötur til að virkja ljósið eins og bakkabræður . Hitler notaði her til arðrána, en ESB sem er líka þjófnaðarbandalag sem hefur arðrænt öll jaðarríki Evrópu amk. Síðan evran varð til. Aðeins eitt ríki hefur notið góðs af þessu og það er fjórða ríki þískalands.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2019 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.