Laugardagur, 30. mars 2019
Vinstrimenn: fjölbreytni - en ekki í lífskjörum
Dæmigerður vinstrimaður er hlynntur fjölbreytni í mannlífinu. Fjölmenning er vinstra hugtak. Jaðarhópar eiga vísan stuðning vinstriflokka, einkum ef þeir kenna sig við kyn, kynhneigð. litarhátt og trú. Hægrimenn eru meira fyrir einsleitni enda íhaldssamir.
En það er á einu sviði sem vinstrimenn vilja alls ekki fjölbreytni. Mismunandi efnahagsleg lífskjör er eitur í þeirra beinum.
Hægrimenn líta á ólík lífskjör sem afleiðingu af vali fólks og upplagi. Sumir eru duglegir en aðrir latir; einhverjir helga sig auðssöfnun á meðan aðrir hafna efnishyggju; svo eru menn misheppnir lífinu. Allt veldur þetta fjölbreytni í lífskjörum.
Vinstrimenn, á hinn bóginn, krefjast þess upp til hópa að efnisleg lífskjör séu jöfnuð, ef ekki með góðu þá illu. ,,Lág laun eru ofbeldi," segja vinstrimenn. Ólík laun eru ,,þjóðarskömm."
Hér er mótsögn á ferðinni. Ef við erum ólík og keppumst við að halda fram hve fjölbreytni er æskileg þá hljóta lífskjörin að verða ólík. Sumir sækjast eftir efnislegum lífskjörum en láta sér þau í léttu rúmi liggja. Einhverjir eru duglegir, heppnir og greindir á meðan aðrir eru latir, óheppnir og heimskir. Óhjákvæmileg afleiðing er ólík lífskjör.
Vinstrimenn neita að horfast í augu við mótsögnina. Þess vegna er vinstripólitík svona vitlaus.
Athugasemdir
Það er svo sem ekkert að fjölbreyttum menningarsiðum;
en það þarf að greyna kjarnann frá hisminu.
Jón Þórhallsson, 30.3.2019 kl. 10:07
Hafa það ekki verið hægrimenn og framsókn
sem að hafa verið að flytja inn mikinn fjölda flóttafólks síðastliðin ár?
Jón Þórhallsson, 30.3.2019 kl. 10:35
Góð grein Páll. Verð að fá að svara jóni hér ofar. Hvernig getur fólk alltaf verið svona grunnhyggið að vilja fjölbreytta menningasiði í einu litlu landi og segir það er svosem ekkert að því. Hvernig væri að reyna að rækta okkar siði og venjur og draga frá hismið þar. Við erum berskjöldun fyrir erlendum áhrifum þar sem við vitum ekki hver menning okkar er. Verkalýðsbaráttur í dag eru erlendra og á erlendu máli. Er fólk blint.
Valdimar Samúelsson, 30.3.2019 kl. 11:15
Jóga og karate myndu væntanlega flokkast sem erlend áhrif hér á landi
oh ég myndi telja þá viðburði framfaraskref í okkar landi.
En múslma-siðir og gaypridegöngur eru hnignun á okkar samfélagi að öllu leiti.
Jón Þórhallsson, 30.3.2019 kl. 12:51
Jón það búa hér yfir 40 þjóðarbrot sem öll vilja koma sinni menningu fyrir og á okkar kostnað. Skólar, borgir og bæir verða að þjóna þeim og gera. Heldur þú að þetta kosti þessari smáþjóð ekkert.
Valdimar Samúelsson, 30.3.2019 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.