Sósíalistar án veruleika

Sólveig Anna sósíalisti og formaður Eflingar segir blátt áfram að laun séu ekki háð afkomu fyrirtækja.

Sósíalistar eru tvöfaldir í roðinu. Þeir afneita veruleikanum þegar það hentar en bera fyrir sig lög og rétt þess á milli.

Í reynd treysta sósíalistar á að allir aðrir en þeir sjálfir fari eftir viðurkenndum reglum. Ástæðulaust er að láta þá veruleikafirrtu komast upp með tvöfeldnina.


mbl.is Tóm vitleysa eða ósköp eðlilegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ekki er rétt að dæma alla JAFNAÐRMENN án veruleika

þó að formaður eflingar fari fram með meira kappi en forsjá.

Jón Þórhallsson, 27.3.2019 kl. 08:28

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ætli hún eigi ekki við millifærslur og niðurgreiðslur. Ekki eru bændur bændur án veruleika þeir fá helminginn af afurðaverðinu frá ríkinu.

Aftur á móti er ekki hægt að una því að fólk sé með marga tugi milljóna í ársalun á meðan Bónusdaman er með eitthvert skyttery.

Einhvernvegin verður að finna útúr þessu og til þess eru hagfræðingar á launum hjá ríkin bæði í ráðuneytum og við háskóla.

Sósílistakveðjur til míns ágæta gamala félaga PV.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.3.2019 kl. 08:32

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Formaður Eflingar og framkvæmdastjóri "styðja" hryðjuverkasamtök sem hafa það markmiði í stefnuskrá sinni að drepa alla gyðinga í Ísrael. Til að breiða yfir grimmdina er Ísrael kennt um hversu morðóð samtökin eru. Gallinn er bara sá að Hamas vitnar í Kóraninn sem var skrifaður áður en Ísrael var stofnað. Hamas drepur líka eigin liðsmenn sem koma úr skápnum.

Sólveig Anna vill leggja niður landamæri Íslands. Hversu verðmæt er okkar lögsaga í landi og 200 mílur á haf út. Fyrir hvað vorum við að berjast alla síðustu öld? Á að kasta því á haugana? Fyrir hvað? Af hverju? Fyrir hvern? Hvað kemur svo? 

Efling starfar innan íslenskrar lögsögu. 

Anna Sólveig og Viðar Þorsteinsson eru eins og áhyggjulausir óvitar að leika sér. Vita þau hvaða afleiðingar það hefur í alvörunni að leggja niður landamæri eða að koma á mrxisma? Ekkert sem þau segja kemur heim og saman við veruleikan sem við hin búum í. Það er eins og þau líti á heiminum sem dótið sitt í leikherberginu. Fólkið í heiminum sem dót sem hefur ekki skoðanir frekar en tindátar.

Jú, það er voða gaman í leiknum. Viðar er alltaf skælbrosandi eins og sex ára strákur og Anna Sólveig hlakkar til verkfalla. 

Benedikt Halldórsson, 27.3.2019 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband