WOW-reikningur

Lánadrottnar WOW, mínus Isavia, ætla að breyta 15 milljarða kr. skuld í hlutafé og fá 49% eignarhlut í félaginu, segir í RÚV.

Samkvæmt þeirri reikningsaðferð er WOW liðlega 30 milljarða kr. virði. Gott og vel.

Í frétt mbl.is, sjá viðtengingu, segir aftur að nýir fjárfestar muni kaupa 51 prósent af félaginu fyrir fimm milljarða króna. Samkvæmt frétt mbl.is er WOW 10 milljarða kr. virði.

Mismunur á verðmati mbl.is og RÚV á WOW er 20 milljarðar króna. Fjárhæðin er eitthvað aðeins meira en smáaurar á milli vina.

Vonandi tekst einkaaðilum að bjarga WOW frá gjaldþroti. Það væri besta niðurstaðan að félagið héldi áfram rekstri sem yrði sjálfbær.

En miðað við þá útreikninga sem settir eru á flot þarf að kíkja aðeins betur á tölurnar og finna út hvað er froða og hvað er verðmæti.

 

 


mbl.is WOW nær samkomulagi við kröfuhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Verðmætið endurspeglast í því verði sem fæst fyrir hlutabréfin. Kröfuhafar eru að slá verulega af kröfum sínum um leið og þeir breyta þeim í hlutafé.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2019 kl. 16:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

WOW er einskis virði núna. Og er í stanslausum taprekstri. Hvernig á að snúa því við?Sú von er það eina verðmmæti sem er í félaginu núna

Halldór Jónsson, 26.3.2019 kl. 18:42

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki hægt að mynda sér skoðun um eignastöðu fyrr en eftir að hafa séð efnahagsreikning WOW.  Samkvæmt fréttum eru allar flugvélarnar leigðar, skuldir hrannast upp vegna rekstrar.  Er það etv aðeins flugrekstrarleyfið sjálft sem er metið á 30 milljarða?

Kolbrún Hilmars, 26.3.2019 kl. 20:07

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

1. Engar eignir. Ekkert seljanlegt. Virði núll.

2. Fyrirtækið er ekki á hlutabréfamarkaði og því er virði óefnislegra eigna óþekkt stærð og kannski neikvæð (baggi).

3. Óefnislegar eignir = goodwill = lítils virði því að rútufélög með vængi eru bara eins og önnur rútufélög.

4. Eða eins og hjá einni lágvöruverðsverslun sem er ekki hluti af keðju og stendur ein í samkeppni við alla. Blóðrautt haf. 

Ef fyrirtækið á ekki fyrir afborgunum, né launum, þá er best að láta það rúlla áður en það safnar meiri skuldum sem það getur ekki borgað. 

Af hverju fær venjulegt vinnandi fólk ekki sömu fyrirgreiðslu á opinberum gjöldum og Vaú? Eða vörubílstjórar sem skulda þungaskatt?

Gunnar Rögnvaldsson, 26.3.2019 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband