Þriðjudagur, 26. mars 2019
Kjaraviðræðum ber að fresta
Fall WOW ónýtir allar hagspár og setur atvinnurekstur í uppnám. Í gær frestuðu aðilar vinnumarkaðarins fundum til að fylgjast með framvindu WOW.
Ekki er nokkur vinnandi vegur að sjá fram á hver áhrif af falli WOW verða. Á meðan er tilgangslaust að gera kjarasamninga og enn vitlausara að efna til verkfalla gagnvart atvinnugrein sem nú þegar er á hnjánum.
Ef kjaraviðræður halda áfram á meðan óvissuástandið ríkir eru aðilar vinnumarkaðarins í raun að segja að staða og horfur atvinnulífsins eru aukaatriði þegar samið er um kaup og kjör.
Kjaraviðræðum ber að fresta fram á haust og verkalýðsfélögin ættu að afturkalla verkföll á stundinni.
Fyrirhuguð verkföll á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.