Sunnudagur, 24. mars 2019
Öfgar, hatursorðræða og pólitík
Ef hópur kvenna gengur berbrjósta í miðborg vestræns ríkis myndi sumum þykja það ósiðlegt en fáir ef nokkrir kenna athæfið við öfga. Aftur ef sami atburður yrði í miðborg múslímaríkis myndu margir viðstaddir telja atvikið til öfga og bregðast hart við.
Berbrjósta konur eru ekki öfgar á vesturlöndum vegna þess að þar er frjálslynd hefð fyrir ólíkri tjáningu. Í múslímaríkjum er önnur hefð og íhaldssamari. Konur eiga helst að fela sig á bakvið búrku og láta eiginmanninn, föður eða bróður um að koma fram fyrir sig á opinberum vettvangi. Berbrjósta kona yrði líkast til grýtt til dauða.
Sagt með öðrum orðum: það sem er viðurkennt í einu samfélagi telst til öfga í öðru samfélagi. Ef múslímsk viðhorf til kvenna yrðu tekin upp á vesturlöndum myndum við kenna þau við kvenfyrirlitningu og öfga.
Múslímaríki viðurkenna ekki mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Múslímaríkin standa að réttindaskrá, Kairó-yfirlýsingunni, sem veitir körlum forræði yfir konum, sbr. grein 6 b.
Hatursorðræða er vestrænt hugtak, iðulega notað um þá sem gjalda varhug við að framandi siðir, t.d. kvenfyrirlitning, séu fluttir inn til frjálslyndra vesturlanda. Kvenfyrirlitning kemur með trúarmenningu múslíma sem setja konur óæðri bekk en karla.
Þeir sem beita hugtakinu hatursorðræðu á pólitíska andstæðinga sina, samanber hér að ofan, eru í raun að lýsa yfir andstyggð á eigin menningu. Ef sótt er að menningu samfélags, og ekki gripið til varnar, eru dagar þeirrar menningar senn taldir. Sjálfsvörn er ekki hatur.
Athugasemdir
Woman is equal to man in human dignity, and has her own rights to enjoy as well as duties to perform, and has her own civil entity and financial independence, and the right to retain her name and lineage.
(b) The husband is responsible for the maintenance and welfare of the family.
Þetta bullar Cairoyfirlýsingin um réttindi kvenna. Og klykkir svo út að sharíalögin séu eina túlkunin á ´öllum greinum hennar. Hafa konur þá einhvern rétt?
Halldór Jónsson, 24.3.2019 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.