Laugardagur, 23. mars 2019
Gjaldþrot WOW ódýrasti kosturinn
WOW er fljúgandi þrotabú sem enginn vill kaupa. Eigandi félagsins reynir fjárkúgun til að fá ríkisfé í reksturinn.
Flugrekstur lýtur lögmálum grjótharðrar samkeppni. Ríkisfé á ekkert erindi í þann rekstur.
Hvað sem gerist um helgina í samskiptum Icelandair og WOW ætti ríkið að halda fast um pyngjuna.
Lögmál markaðarins á að ráða afdrifum WOW.
Upp og niður hjá Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef það að vinna að eigin hagsmunum með því að vísa til rökstuðnings er fjárkúgun, ja þá erum við nú komin á slæman stað.
En ég held reyndar að enginn taki undir svo kjánalega staðhæfingu. Það ert bara þú sem ert á einhverjum mjög skrýtnum stað Páll.
Spurningin hér er aukinheldur ekki um það hver er "ódýrasti" kosturinn. Spurningin er hver er skásti kosturinn. Og þar er margt sem skiptir máli, ekki bara það að eigandi WOW glati öllu sínu, sem mér virðist nú því miður vera það sem þig dreymir um, af einhverjum undarlegum ástæðum sem mig langar ekkert að fara að reyna að geta mér til um.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2019 kl. 13:26
Að krefjast ríkisábyrgðar ER fjárkúgun. Þau eru nokkur lágflugfargjalda félögin sem hafa fengið að rúlla án aðstoðar, bæði hér- og erlendis.
Sér þó ekki högg á vatni í háloftunum - er ekki talað um á þriðju milljón flugfarþega í ár, og þá aðeins taldir þeir sem leggja leið sína til og um Ísland?
Eins dauði er annars brauð.
Kolbrún Hilmars, 23.3.2019 kl. 14:34
Ríkis landsbankinn var að lána Icelandair 10 milljarða jafngildir eiginlega ríkisstyrk. Annars segja meiri hagsmunir fyrir minni að það borgi sig að bjarga WOW, en losna við Skúla..
Guðmundur Böðvarsson, 23.3.2019 kl. 20:39
Jæja, alltaf batnar það. Nú er það orðið fjárkúgun þegar fyrirtæki biður um ríkisábyrgð! Hvað næst? Það er kannski líka "fjárkúgun" þegar barn biður um sælgæti?
Eru engin takmörk fyrir því hversu heimskur maður getur verið?
Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2019 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.