Föstudagur, 22. mars 2019
WOW-áhrifin: sósíalistar í verkó tapa fyrst
Nauðlending WOW fer illa með hagkerfið, færri ferðamenn og aukið atvinnuleysi. Sósíalistarnir í verkó eru þegar komnir með verri samningsstöðu og hún mun versna næstu daga þegar WOW-áhrifin koma betur í ljós.
Sósíalistarnir í verkó komu í veg fyrir kjarasamning sem tilbúinn var í byrjun viku milli landssamtaka verslunarmanna og atvinnulífsins. Þeir eiga eftir að naga sig í handarbökin yfir þeim mistökum.
Verkó kaus hasar fram yfir kjarabætur. Launþegar tapa.
Í höndum Icelandair og WOW | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gáfaða fólkið, afkomendur íslenskra höfðingja langt aftur í aldir, er í blóð borið að líta afar stórt á sig en lærir í foreldrahúsum að temja sér vinnuhjúalega framkomu. Það kom þó ekki til af góðu. Með velvæðingu og kapítalisma komust afkomendur fátæklinganna í álnir sem skipstjórar, smiðir og múrarar. Aflahlutur skipstjóra var á við mörg prófessorslaun og iðnaðarmenn í uppmælingu þénuðu miklu meira en menntuðu börn höfðingjana sem voru borinn og barnfædd til vera merkikerti.
Það var sárt, en ekkert var sárara en þegar kaupahéðnar græddu á daginn og grilluðu á kvöldin. Að vonum hötuðu íslenskir höfðingjar breytingarnar og börn þeirra gerðust róttækir marxistar í örvæntingu sinni. Ekki vegna velvildar á verkafólki heldur til að geta ráðskast með vinnufólk sitt og þeirra sem minna mega sín, eins og það var vant. Einhver þarf að skammta vesalingunum mat, útvega þeim vinnu og húsnæði og ekki má blessað fólkið fara sér að voða í helvítis frelsinu, ráfandi um í Ikea og Costco.
Undir felubúningi róttækni kraumar þó grimmd og miskunnarleysi Magnúsar sem felur sig á bakvið, trefil, gjallarhorn, kröfuspjöld og barmerki. Valdataka marxista á verkalýðshreyfingu var of auðveld. Það er engin fyrirstaða í "menningunni" sem ber svo mikla virðingu fyrir hverskonar ofbeldi róttækra höfðingjabarna sem vilja vera spes en geta ekki bjargað sér eins og sjómenn og iðnarmenn í uppmælingu.
Það styður því á sinn klaufalega hátt, alla "minnimáttar" en kemur alltaf upp um yfirlætið með ótrúverðugum leik sem gengur alls ekki í fólk sem sjálft er af alþýðufólki komið. Við styðjum frekar stétt með stétt og höfum ímugust á marxísku alræði höfðingjabarna sem gerir alla að öreigum. ´Á íslandi var ekkert feðraveldi. Það er rangt að bendla alla feður við miskunnarleysi höfðingjanna.
Sá sem hefur enga samkennd er sífellt að gefa út yfirlýsingar um manngæsku sína og samkennd. Og "styður" minnimáttar, jafnrétti , útlendinga, múslíma, konur og verkamenn og samtök þeirra sem er í sjálfu sér engin löstur þegar eðlilegt fólk á í hlut.
Benedikt Halldórsson, 22.3.2019 kl. 14:53
Gunnar Smári reynist þjóðinni dýr.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.3.2019 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.