Móðursýki; stöðugt framboð en minni eftirspurn

Landsréttarmálið er stjórnskipulegt og réttarfarslegt úrlausnarefni fyrir fullorðið fólk með óbrjálaða dómgreind.

Þeir fullorðnu fá ekki vinnufrið fyrir móðursýki Pírata og Samfylkingar sem með dyggri aðstoð RÚV reyna að búa til pólitík úr lögfræðilegu álitaefni.

Engin reiðialda reis í kjölfar RÚV-útgáfunnar af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem t.d. tók ekki fram minnihlutaálit dómsins, og stórkarlalega yfirlýsinga þingflokks Pírata og einstakra þingmanna Samfylkingar.

Viðbrögðin við móðursýki Pírata og Samfylkingar sýna að eftirspurnin fer minnkandi þótt framboðið sé stöðugt.


mbl.is Hafi engar sjálfkrafa afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fullorðið fólk á ekki inni hjá RÚV. Hádegisfréttir RÚV hófust á frussi útum bæði munnvik á Helgu Völu og Þórhildi Sunnu. Heimir Már endurtók svo leikinn í kvöldfréttum Stöðvar2. Það þurfti nefnilega að tryggja að rétt skilaboð bærust til landans.

En það er athyglisvert að sjá hvar íslenski dómarinn í Dómnum staðsetur sig.

Ragnhildur Kolka, 13.3.2019 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband