Þriðjudagur, 12. mars 2019
Atlaga Pírata og Samfylkingar mistókst
Eftirtekjan var heldur rýr eftir herútboð Pírata og Samfylkingar. Aðeins 200 manns mættu á Austurvöll að mótmæla lögreglu og dómsmálaráðherra.
Samfylking og Píratar reyndu að skapa tvöfalda móðursýki, út af frekum og ofbeldishneigðum flóttamönnum annars vegar og hins vegar vegna málefna landsréttar.
Allt rann þetta út í sandinn í fámenninu á Austurvelli.
Skýringarnar liggja í augum upp. Málatilbúnaður samfylkingarpírata var allur í skötulíki. Yfirlýsingar þingflokks Pírata og Loga og Helgu Völu voru upphrópanir en ekki umræða.
Meðal annarra orða: mætti Helga Vala á Austurvöll? Eða var hún upptekin í búðasnatti?
Mótmælt á Austurvelli á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var aumt að sjá hvernig RUV reyndi að gera meira úr þessum fáu hræðum m.þ.a. mynda fætur mótmælendanna sem eru jú tvöfalt fleiri.
Ragnhildur Kolka, 12.3.2019 kl. 21:25
Það færi betur ef þeir hrópuðu; ... "ÚT MEÐ MÚSLIMANA".
Sigríður Andersen hefur ekki gert neitt rangt !!!
Tryggvi Helgason, 12.3.2019 kl. 22:44
Helstu hvatamenn óláta mæta sjaldnast sjálfir á ólátastaðinn. Það er svo djöfull auðvelt að rífa kjaft, snúa rassinum í samkomu á Þingvöllum, krefjast afsagna, vera með læti og hafa meðfram látunum drjúgar tekjur af því að verja liðið sem gefur skít í gestgjafa sína og ræðst gegn Lögreglunni.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 12.3.2019 kl. 23:20
Ha,ha Ragnhildur fótó! Sá ekki uppáhalds fréttaefni RUV í kvöld mótmælafundi á Austurvelli; Vonbrigði þeirra að ekki voru fleiri mættir,hafa þá sleppt að tilgreina fjölda fundarmanna,áhorfendur gátu þá bara talið fæturna sjálfir eftir frétta myndum.
Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2019 kl. 04:05
Rúvið er alltaf á staðnum.
Halldór Egill Guðnason, 13.3.2019 kl. 04:35
Jæja, ég held að fólk sé farið að gruna að kærleiksbúningur umhyggju og samúðar með flóttamönnum, Palestínumönnum og hælisleitendum er bara fyrirsláttur til að fá útrás fyrir heift og hatur.
Benedikt Halldórsson, 13.3.2019 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.