Pólitískur ómöguleiki og lykilspurning um réttaróvissu

Viđreisn, sem sat í ríkisstjórn međ Sjálfstćđisflokki og Bjartri framtíđ áriđ 2017, hafnađi lista dómnefndar um dómaraefni í landsrétt. Ţar međ var búinn til pólitískur ómöguleiki; ekki var meirihluti fyrir listanum í ríkisstjórnarflokkunum.

Út frá ţessum ómöguleika vann dómsmálaráđherra og lagfćrđi listann, einkum m.t.t. jafnréttissjónarmiđa.

Enginn ber brigđur á hćfni ţeirra dómara sem hlutu skipun í landsrétt. Deilan stendur um málsmeđferđina.

Dómur Manréttindadómstóls Evrópu kallar á ađ lykilspurningu um störf landsréttar sé svarađ. Hún er ţessi: er líklegt ađ dómar ţeirra fjögurra dómara sem fćrđir voru framar á lista dómaraefna, og í framhaldi skipađir dómarar, verđi vefengdir í framtíđinni af Mannréttindadómstól Evrópu?

Ef svariđ er já er orđin til réttaróvissa sem ţarf ađ eyđa. Ţađ er t.d. hćgt međ ţví ađ dómararnir fjórir segi starfi sínu lausu eđa fari á eftirlaun og embćttin auglýst.

Ef svariđ er nei, ekki eru líkur á ađ Mannréttindadómstóllinn vefengi úrskurđi viđkomandi dómara, ţá er engin réttaróvissa.

Alţingi samţykkti á sínum tíma dómaralista dómsmálaráđherra. Enginn talar um pólitíska óvissu um stöđu alţingis í ţví samhengi. Viđ erum orđin ónćm fyrir trúđslátum viđ Austurvöll. Ţađ skapast ekki réttaróvissa í landinu ţótt nokkrir kjánar úr röđum ţingmanna ćpi sig hása um málefni sem ţeir hafa ekkert vit á.

 


mbl.is Vonsvikin međ ummćli ráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Góđur Páll og raunsćr.

Haukur Árnason, 12.3.2019 kl. 14:25

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góđur. 

Valdimar Samúelsson, 12.3.2019 kl. 17:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband