9% evru-vextir WOW - ha?

ESB-sinnar á Íslandi klifa á meintu vaxtaokri hér á landi. Flugfélagið WOW sækir sér lánsfé á alþjóðamarkaði í evrum og borgar 9 prósent vexti.

Íbúðareigandi á Íslandi borgar um 6 prósent í vexti en stórfyrirtæki eins og WOW fær ekki peninga nema á 9 prósent vöxtum.

Hverju veldur?

Jú, peningar eru markaðsvara. Það er ekki til neitt sem heitir evru-vextir. Fjármálastofnanir og lánveitendur ákveða vaxtakjör m.t.t. áhættu.

Grískur íbúðareigandi greiðir hærri vexti en sá þýski, - þótt evran sé lögeyrir bæði í Þýskalandi og Grikklandi.


mbl.is Stór gjalddagi nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Íbúðareigandinn hér greiðir líka 9% vexti þegar verðbólga er 3%.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.3.2019 kl. 13:46

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Snillingarnir í Arion banka keyptu skuldabréf af United Silicon í EUR fyrst á 10% og svo á 13% fyrir peninga sjóðsfélaga í Frjálsa Lífeyrissjóðnum ca 800 milljónir. Það var reyndar eftir að þeir fjárfestu í hlutabréfum sama aðila upp á 500 milljónir. Hvað ætli þessir ofurlaunamenn tapi miklu fyrir okkur í sjóðnum í WOW leikaraskapinn ? Ólíku saman að jafna hvað tryggingar varðar, annars vegar WOW og United Silicon og hins vegar íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Örn Gunnlaugsson, 7.3.2019 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband