Fimmtudagur, 7. mars 2019
Evru-Benni hefur áhyggjur af Pólverjum
Stofnandi Viðreisnar og fjármálaráðherra í fáeina mánuði, Benedikt Jóhannesson, skrifar níðgrein um krónuna. ESB-sinnum er hjálpræði þegar hallar á Evrópusambandið í umræðunni að tala illa um krónuna.
Ein röksemd Benedikts gegn krónunni er þessi:
Fólkið sem sendir mánaðarlega hluta af laununum heim til Póllands hefur enga vörn þegar krónan fellur.
Líklega fór það framhjá Benedikt að Pólverjar harðneita að taka upp evru. Þeir pólsku halda fast í sinn þjóðargjaldmiðil, zloty.
En Íslendingar eiga, segir Benedikt, að gera Pólverjum þann greiða að taka upp evru hér á landi svo að þeir geti skipt evrum í zloty og sent heim.
Benedikt er fyrrverandi þingmaður, fyrrverandi formaður og fyrrverandi ráðherra. Skiljanlega, þegar dómgreindin er líka fyrrverandi.
Athugasemdir
Það vantar einhverjar blaðsíðu í þennan annars mikla gáfumann
Halldór Jónsson, 7.3.2019 kl. 13:46
Evru-penni!
Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2019 kl. 14:18
Svo ætlar þessi krónuhatari að sækja um starf seðlabankastjóra!
Gunnar Heiðarsson, 7.3.2019 kl. 21:39
Að vera fyrrverandi eitthvað í starfsumsókn og það oftar en ekkert núverandi, hljómar nú ekkert voðalega trúverðugt. Að vera ekki einu sinni núverandi eitthvað er ekkert annað en aumkunnarvert. Benni minn, það vantar starfsmann á plan og Bjargfreðarson kallar!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 7.3.2019 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.