Sósíalísk verkföll - rétt viðbrögð

Efling og VR standa fyrir pólitískum verkföllum, sem dulbúin eru sem kjarabarátta. Sósíalistar vilja afnám einkaframtaksins og að ríkisvaldið sjái bæði um þarfir og langanir fólks.

Tilgangslaust er að ræða við sósíalista um kaup og kjör. 

Réttu viðbrögðin við skæruverkföllum sósíalista er að neita öllum viðræðum. Ef það felur í sér verkföll út árið verður svo að vera.

Reikningsdæmið er einfalt. Annað hvort taka menn á sig tímabundin óþægindi eða framselja pólitískt vald til sósíalista sem veit á langvarandi eymd.

Tilfellið er að sósíalistar eiga ekkert bakland í samfélaginu. Verkföllin munu sýna fram á það. Eftir fyrirsjáanlegt tap þeirra róttæku er hægt að breyta vinnulöggjöfinni þannig að herskáir valdaræningjar komist ekki aftur í þá stöðu að setja samfélaginu afarkosti.


mbl.is Geta ekki vísað gestunum út á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Rétt. 

Benedikt Halldórsson, 4.3.2019 kl. 07:39

2 Smámynd: Flosi Eiríksson

Hvernig væri að ræða efnislega um kröfur og hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar um bætt kaup og kjör. Eiga þær hugmyndir ekki rétt á sér og býsna mikinn hljómgrunn í samfélaginu. Kröfugerðin er unnin á mjög breiðum félagslegum grunni um land allt og miklar rangfærslur í því að fjalla um núverandi kjaradeilu með þessum einfalda og sleggjudómafulla hætti.

Flosi Eiríksson, 4.3.2019 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband