Djúpríkið eignast flokk - XD

Þriðji orkupakkinn er hagsmunamál embættismanna. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Þórdís iðnaðar og Guðlaugur utanríkis, gera sér far um að mylja undir embættismennina, djúpríkið.

Embættismenn í stjórnarráðinu eru upp til hópa ESB-sinnar. Það þjónar einkahagsmunum þeirra að binda Ísland kirfilega við ESB. Atvinnumöguleikar þeirra aukast í Brussel og þar er kaupið hærra en í Reykjavík. Embættismenn flytja með fullveldinu á höfuðbólið í Belgíu. Eftir situr alþýða manna með verri bjargráð.

Þriðji orkupakkinn fórnar þjóðarhagsmunum - yfirráðum yfir raforkumálum okkar - fyrir hagsmuni djúpríkisins, embættismanna. 

Að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skuli ganga erinda djúpríkisins í beinni andstöðu við almannahag veit ekki á gott fyrir flokkinn. Öðru nær. 


mbl.is Flóknar viðræður fram undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eins og ofvitar sniðug aftur á bak guðins!

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2019 kl. 09:24

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Páll, það yrðu mikil vonbrigði ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins (og aðrir) samþykktu 3. orkutilskipun ESB. Vitað er að 1. og 2. tilskipunin voru valkvæðar (og þess vegna samþykktar) en sú þriðja gengur mun lengra, er skylda með þungum refsingum. Þetta liggur fyrir.

Ráðherrann er tvíhöfða þurs í þessu máli, leggur frumvarpið fram og mælir þar með því, en hún er talin persónulga á móti því. Minnir þó verulega á Þorgerði Katrínu, sem kom ekki almennilega út úr ESB- skápnum fyrr en hún var orðin varaformaður flokksins, ella hefði hún ekki náð þeirri kosningu, ef sú skoðun lægi skýr fyrir. Véfréttastíll (um ESB) virðist ríkjandi í kven- varaformönnum Sjálfstæðisflokksins, það er reglan!

Ívar Pálsson, 1.3.2019 kl. 09:26

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það segir mikið um hversu vel hún hefur kynnt sér ALLA orkupakkana, að hún missti það út úr sér að fyrri orkupakkarnir hefðu haft í för með sér MIKLAR HAGSBÆTUR fyrir landsmenn.  Þetta sagði hún á ársfundi Landsvirkjunar.

Jóhann Elíasson, 1.3.2019 kl. 09:35

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessar fullveldisfórnir forustu Sjálfstæðisflokksins jaðra við nauðhyggju.

Ragnhildur Kolka, 1.3.2019 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband