Vinstri grænir setja náttúruna á markað, segir Þórdís ráðherra

Þórdís iðnaðarráðherra fær umboð Vinstri grænna að selja útlendingum íslensk fallvötn undir formerkjum markaðsvæðingar raforkumála.

Þórdís segir þriðja orkupakkann ,,markaðspakka" sem Vinstri græni hafi samþykkt í ríkisstjórn.

Ef þetta er rétt þá er orðin stefnubreyting hjá Vinstri grænum, sem fáir vissu af. Og alls ekki kjósendur flokksins.


mbl.is Hefja viðræður um kaup á Landsneti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er með eindæmum sem kemur frá Þórdísi Kolbrúnu sem aldrei hefur gert annað en að stafla pappírum ríkis og bæjar ef marka má það sem um hana stendur á vef Alþingis.

Það er nú ekki eins og að það hafi verið einkaaðilar, að minnsta kosti ekki hún Þórdís sjálf, sem byggðu upp íslenska raforkuframleiðslu. Það var íslenska þjóðin sem gerði það. Hún á þetta allt eins og það leggur sig. Því annars hefðum við EKKERT!

Á vakt Þórdísar er pilsfaldakapítalismi viðhafður í netveitumálum; sveitafélög fá styrk til að leggja ljósleiðara sem svo enda í vösum símafyrirtækjanna sem á sínum tíma voru einkavædd til þess að einkaframtakið myndi geta blómstrað og lagt fjarskiptainnviði um allt land. Það gátu þau ekki og gerðu ekki, nema í þéttustu hlutum höfuðbunkasvæðisins.

Svo nú eru sveitafélögin á ríkisjötunni að leggja ljósleiðara svo að pilsfalda-einkavædd símafélögin geti rakað inn áskriftum og haldið áfram að slefa ofan í hinn opinbera smekk sinn. Allt í sambandi við rafmagn yrði eins. Ein stór gjöf til fárra á kostnað þjóðarinnar.

Hefði þetta fólk á sínum tíma haft vit á því að setja veituskyldur á símafélögin þegar þau voru einkavædd þá væri þetta ekki svona ömurlegur pilsfaldakapítalismi eins og hann er. Aðeins fílf óska sér það öngþveiti sem ríkir í neytendamálum á raforkumarkaði í ESB, sem er að sökkva eins og Kolds-major steinn til botns.

Eitthvað held ég að vanti verulega uppá skilningarvit þessarar galtómu manneskju. Hún er að reynast Sjálfstæðisflokknum okkar verri en Humarinn í Metoo nýnasistahreyfingu góða fólksins. Hvað með smá jarðsamband þarna inni kratakompum hins allsjerarpartýs Reykjavíkur. Hvað með þriggja fasa rafmagn beint að býli? NÚNA!

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2019 kl. 22:42

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mikið sé ég eftir því að hafa kosið Þórdísi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hér í Norðvesturkjördæmi. Og það liggur við að ég sjái eftir því að hafa yfirhöfuð kosið flokkinn, því forysta hans virðist hafa misst tenginguna það eina sem hún má ekki við því að missa: Ísland fyrir Ísland.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2019 kl. 23:15

3 Smámynd: Haukur Árnason

Það var nú tölvert reynt til að grunnnetið yrði ekki selt. Margir sáu það fyrir að einkaframtakið mundi ekki standa sig gagnvart landsbyggðinni, sem hefur komið á daginn. Ríkið átti að eiga grunnnetið og leigja það á kostnaðarverði.

Haukur Árnason, 1.3.2019 kl. 01:30

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég spyr mig nú líka líka hvaða flokkur er þessi flokkur minn eiginlega orðinn?

Hvað er eftir? Orkupakkinn skal í okkur greinilega.

Bjarni skrifaði loksins Landsbankanum. Skyldi eitthvað verða tekið mark á því? Kristján Þór er að reyna að standa sig í ketmálunum sem mér finnst  þó jákvæætt.

Er eitthvað annað að gerast Gunnar? Hvað með skattamálin?

Halldór Jónsson, 1.3.2019 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband