Vinstrimenn vildu þjóðargjaldþrot

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. vann markvisst að þjóðargjaldþroti eftir valdatöku vorið 2009. Icesave-samningarnir voru liður í þjóðargjaldþrotastefnu vinstrimanna.

Þjóðargjaldþrotið var liður í þeirri stefnu Jóhönnustjórnarinnar að veikja andstöðuna við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og uppstokkun stjórnskipunar með því að afnema gildandi stjórnarskrá.

Í nafni þjóðargjaldþrotsins voru útlendingum gefnir bankarnir og skrifað var upp á texta í anda uppgjafar Þjóðverja í fyrra stríði sem kennd er við Versali.

En, sem sagt, þjóðin hafnaði þrotastefnu vinstrimanna. Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur þurfti til, slíkur var ásetningur Jóhönnustjórnarinnar að keyra Ísland í þrot.


mbl.is Icesave var á máli Versala-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þjóðargjaldþrot hefði annars vegar galopna leið Íslands inn í ESB og hinsvegar greitt Sjálfstæðisflokknum rothögg. Leiðir Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna lágu fullkomnlega saman þá. Nú eru Vinstri-grænna að reyna að fullkomna verkið með hægðinni. Og gengur bara bærilega. Ef Sjálfstæðisflokkurinn spyrnir ekki við fótum nú, þá er hann búinn að vera.

Ragnhildur Kolka, 28.2.2019 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband