Þorsteinn Már vill hefnd en ekki réttlæti

Seðlabanki Íslands undir forystu Más Guðmundssonar stýrði íslensku krónunni í höfn eftir ólgusjó hrunáranna, þar sem Þorstein Már Samherjasnillingur fokkaði upp eins og 1/3 af fjármálakerfi landsins - sem handlangari Jóns Ásgeirs Baugsstjóra.

Þorsteinn Már er í persónulegri hefndarför gegn Má. En það er ekki Már sem ber nokkra ábyrgð á mesta klúðri Þorsteins, gjaldþroti Íslandsbanka 2008.

Í stað þess að herja á Má vegna tittlingaskíts, 15 millj. kr. sektar, ætti Þorsteinn Már að þakka Má fyrir að hreinsa upp eftir hrunið. En Þorsteinn er of lítill maður til að að sjá réttlætið. Hann vill hefnd.


mbl.is Bréf Más lýsi „sjúklegri þráhyggju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mannorð er það eina sem flokka má sem eign og sá sem telur það tittlingaskít þarf að hugsa sinn gang.

Merkilegt að þú skulir taka upp hanskan fyrir stjórnvald sem kann hvorki að fara með vald né skilur hvað í því felst.

Sindri Karl Sigurðsson, 27.2.2019 kl. 21:09

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gengur svona móralskt debet- og kredit rassvasabókhald upp Páll?

Að mínu viti á Már ekkert sérstakt inni neins staðar. Hann tók við forvinnu sem aðrir höfðu unnið og hann tók við krónu sem gat ekki hreyft sig í höftum. Eftir að krónan varð frjáls á ný, og með aðstoð nýrra verkfæra (laga), sem forverar hans höfðu ekki, hefur Már ekkert sérstakt til afreka unnið annað en það að vinna sína vinnu, sem langt því frá allir eru einróma sammála um að hafi verið eins vel unnin og hægt var.

Már stefndi Seðlabankanum í launamálum sínum. Af hverju á Samherji sem fyrirtæki að éta skít bara af því að einhver þar innanborðs sat í einhverju sem fór á hausinn. Ekki ætlar þú Páll að gera þann eina mann ábyrgan fyrir hruni alls sem hrunið gat. En ef hann er ábyrgur þá hlýtur hann að eiga að fá sömu málsmeðferð og beðið er um að Már fái.

Það er ekki þakkarvert að reyna að koma fyrirtækjum á hausinn bara sí svona. Hrunið var nógu slæmt samt og kom illa við flesta.

Við skulum heldur ekki minnast á þátt DDRÚV í þessu máli, sem var ömurlegur, vægast sagt. Hvar er ábyrgð þeirra og Seðlabankans?

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2019 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband