Efling hótar og rógber

Efling hótar verkföllum gegn Ístak, sem varð að segja upp starfsfólki vegna slæmrar verkefnastöðu. Efling ber út róg um ferðaþjónustuna, segir formaður fyrirtækja í hótel- og gistihúsarekstri.

Hótanir og rógur eru verkfæri sem sósíalistum í Eflingu eru töm.

Hvorugt skilar launafólki betri lífskjörum. Enda stendur það ekki til. Forysta Eflingar er í pólitík, ekki kjarabaráttu.


mbl.is 56 missa vinnuna hjá Ístaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Um svona viðhorf hefur Sólveig Anna þetta að segja:

Og alveg að lok­um: Gangi tals­mönnum órétt­læt­is, mis­skipt­ingar og hins falska stöð­ug­leika bara vel að stoppa okk­ur. Gangi þeim vel að reyna að fá okkur til borða „upp­safn­aða raun­á­vöxtun ráð­stöf­un­ar­tekna“. Undrun þeirra á því að við séum ekki til í að halda áfram að þegja og vinna, und­ir­bún­ings­leysi þeirra gangvart upp­ris­unni okkar bók­staf­lega sannar að þau hugs­uðu aldrei um okk­ur, vissu ekk­ert um okk­ur, höfðu engan áhuga á okk­ur. Lág­launa­konur á íslenskum vinnu­mark­aði voru nákvæm­lega jafn jað­ar­settar og ósýni­legar og ég sagði að við vær­um. En við erum það ekki leng­ur. Og engar ósýni­legar hendur órétt­lætis og arð­ráns geta unnið slag­inn við allar sýni­legu hend­urnar okk­ar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.2.2019 kl. 13:54

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og þetta hefur Sólveig Anna að segja um pistlaskrif Páls Vilhjálmssonar og annarra leigupenna íhaldsins

"Því allt sem á okkur hefur dunið undanfarið, allur áróðurinn um að katastrófa sé á næsta leiti fái fólk mannsæmandi laun fyrir unna vinnu, öll móðursýkin, allt uppnámið, öll harmkvælin; þetta snérist aldrei um „stöðugleika“. Raunverulegur stöðugleiki byggir á réttlæti, óréttlátt samfélag getur aldrei orðið samfélag stöðugleika. Stöðug­leiki er bara orð sem fólk hefur fengið að fela sig bak við, orð sem fólk hefur notað til að breiða yfir kaldlyndi sitt í garð vinnu­aflsins. Stöðugleikinn á Íslandi er, eins og ég hef margoft bent á, stöðugleiki hinna vel settu á kostnað þeirra illa stæðu. Stöðugleik­inn er óréttlátur. Hann er gjafmildur og í stuði gagnvart sumum sem fá að borga sjálfum sér milljónir, jafn­vel milljarða, nískur og grimmur gagnvart öðrum sem þurfa að vinna og vinna fyrir næstum ekki neitt. Íslenski stöðugleikinn er óttalegur drullusokkur. Stéttskiptingin og misskiptingin er í kjarnsýrunum hans, hann á öflugt og mikið réttlæti handa sumum, veikburða og takmarkað réttlæti handa öðrum. Og lág­launakonur á íslenskum vinnumarkaði þekkja herra Stöðugleika af vondu einu."

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.2.2019 kl. 14:04

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert upp á síðkastið orðinn einn helzti baráttumaður gegn réttlætiskröfum verkalýðsfélaganna í þágu fólks á skammarlega lágum launum, Páll, og varst þó sjálfur sósíaldemókrati á Alþýðublaðinu á árum áður, muni ég rétt.

Farðu nú að anda svolítið rólega og getur þá m.a. litið hér á skrif fyrrverandi samherja um málin: Fólk er mjög hlynnt því að lækka útsvar í Reykjavík. Um brýnustu aðalmálin! = https://jvj.blog.is/blog/jvj/entry/2231187/

Jón Valur Jensson, 27.2.2019 kl. 14:37

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nú er ríkisskattstjóri búinn að gefa út leiðbeinandi fyrirmæli um hvernig áhrifavaldar á netinu eiga að telja fram til skatts.  Nú er bara að sjá hvort Páll fer að þessum fyrirmælum eða ekki.foot-in-mouth

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.2.2019 kl. 15:16

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Jón Valur,ekki er ég að svara fyrir síðuhafa,en minni á aö svokallaður fjórflokkur hefur aldeilis breyst svo mikið að það er ekki fyrir eldheitan íslending að fylga neinum þeirra..Með kveðju horfandi á enska fótbolta! Þess vegna kom þetta í einskonar stríðs stærð, sorry. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.2.2019 kl. 20:10

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, mögnuð kemurðu úr boltanum, Helga smile

En hvað skyldi Páll vilja borga skúringafólki í laun?

Og vill hann taka undir kröfu mína um lækkun eða afnám útsvars á lægstlaunaða?

Hér eru margir í skammarkróknum, seðlabankastjóri og fjármálaráðherra vegna OKURVAXTA á íbúðakaupendur, okurs sem hefur m.a. þau áhrif að gera húsnæðiskostnað leigjenda sem annarra svo illbærilegan. Í tilvísaðri grein minni er ég farinn að leggja til aðför að Svörtuloftum, verði ekki úr bætt.

Fólk er mjög hlynnt því að lækka útsvar í Reykjavík. Verkalýðsforystan gleymir sumum brýnustu málunum, bæði gagnvart borg og ríki!

Jón Valur Jensson, 27.2.2019 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband