Þriðjudagur, 26. febrúar 2019
Brexit ónýtir EES, Katrín
Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, hvort heldur með eða án samnings, kippir stoðunum undan EES-samningnum sem gildir á milli Íslands og ESB.
Ástæðan er þessi: fordæmi Breta mun afhjúpa þá blekkingu að EES-samningurinn sé einhvers virði fyrir Ísland.
Ef Bretar gera samning við ESB verða ákvæði hans ekki nærri eins íþyngjandi og EES-samningurinn er fyrir okkur.
Bretar hafa þegar hafnað aðild að EES, þar sem við erum föst ásamt Noregi og Liechtenstein.
Katrín forsætis ætti að taka mið af Brexit og hyggja að uppsögn EES-samningsins.
Varar við Brexit án samnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að mínu mati, þá á Ísland alls ekki að samþykkja "þriðja orkupakkann" svokallaða.
Ég treysti á, að Alþingi samþykki ekki frumvarp til laga um að samþykkja þennan "pakka", en ef svo slysalega og ótrúlega vildi til, að þetta yrði samþykkt á Alþingi, þá treysti ég á Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, - máttarstólpa þjóðarinnar", - að neita því að undirrita þetta frumvarp sem lög.
Þar með þá verður þetta lagt fyrir þjóðina, til allsherjar atkvæðagreiðslu um samþykki eða synjun frumvarpsins.
Þá tel ég, að það eigi jafnframt að leggja fyrir þjóðina í þjóðar atkvæðagreiðslu, hvort Ísland eigi að segja sig frá aðild að EES.
Tryggvi Helgason, 27.2.2019 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.