Áróður á kjörstað - skrípaleikur verkó

Það þætti ekki gott lýðræði ef þingmenn leiddu kjósendur inn i kjörklefana eða otuðu að þeim kjörkassa í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu.

Sólveig Anna á formannslíf sitt í Eflingu undir því að félagsmenn kjósi ,,rétt". Hún ferðast á milli kjörstaða í beinni útsendingu samfélagsmiðla í leit að uppákomum um leið og hún falast eftir atkvæðum.

Þessi skrípaleikur sýnir að verkalýðshreyfingin er orðin að skopmynd af sjálfri sér.


mbl.is Segist ekki hafa meinað fólki að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er bara byrjað að smala á fyrsta degi atkvæðagreiðslunnar og áróðursmaskínan keyrð í botn. Þau ætla ekki að láta grasið gróa í fótspor unum.

Ragnhildur Kolka, 25.2.2019 kl. 16:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hélt að kosningar ættu að vera leynilegar og persónulegar og án utanaðkomandi þrýstings. Þ.e. Að hver einstaklingur ákveði afstöðu sína og fari eða fari ekki á kjörstað. 

Ég hef greinilega miskilið þetta allt. Það er greinilega frítt spil að safna fólki eins og rollum í réttir til að kjósa. Það syndi sig líka í síðustu borgarstjórnarkosningum.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2019 kl. 19:05

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er nú svo; "Ei deila skal við blindan mann,þótt blómin fótum troði hann."
     

Eins og skáldið sagði.

Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2019 kl. 20:29

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Að vaða inn á vinnustað í hádeginu, þar sem vitað er að mest er að gera á þeim tíma og ætlast til atkvæðagreiðslu er ekkert annað en terrorismi. Tilgangurinn einn að ganga milli bols og höfuðs þeim sem voga sér að standa í rekstri. Rekstri sem skapar atvinnu og tekjur félagsmanna félaganna sem fíflin hafa náð forystu í. Ekki það að allir atvinnurekendur séu englar, en með framgangi þessum eru öll vopn heilbrygðrar skynsemi slegin úr höndum verkafólks. Hvað í ósköpunum ætli vaki fyrir forkólfum verkalýðsins með svona fíflaríi?

 Verkalýðsforysta sem hagar sér svona er orðin sneiðmynd fasisma og félagsmenn hennar ættu að gæta að fingrum sínum, því annars verður hönd eða tvær, höggnar af þeim sem ekki greiða atkvæði samkvæmt patríörkunum í fílabeinsturnum verkalýðsforystunnar. Svona svipað og í USA þegar "immigration police" veður inn á staði og öskrar "passport please". 

 Hádegið er kjörin tímasetning og atvinnurekandinn á ekki sjéns. Djöfulsins della sem þetta er að verða og vinnandi fólk skilur hvorki upp né niður, því tíminn sem gefinn er til að ígrunda kröfur og móttilboð er nánast enginn orðinn. Verkföll skulu það verða gott fólk, hvað sem rymur eða stynur. 

 Andskotinn að horfa upp á þessa upplausn, í einhverju mesta velferðarríki veraldar gott fólk! Andskotans ekki gleyma því!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan, þar sem fólk lepur dauðan úr skel en þakkar fyrir hvern dag, ólíkt frekjunum í norðri.

Halldór Egill Guðnason, 26.2.2019 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband