EES: aukið framsal á fullveldi

Fyrirhuguð útvíkkun á þjónustutilskipun EES-samningsins felur í sér að lög og reglur á Íslandi verða að fá fyrirfram samþykki í Brussel.

Málið er tekið upp í leiðara norska dagblaðsins Nationen. Þar kemur fram að tilskipunin nær yfir lög og reglur ríkis og sveitarfélaga sem áhrif hafa á innri markað Evrópusambandsins.

Í gegnum EES-samninginn er Ísland aðili að innri markaði ESB. Tilskipunin mun fela í sér að lög og reglur íslenska ríkisins og sveitarfélaga verða að fá samþykki í Brussel áður en þær taka gildi á Íslandi.

EES-samningurinn var upphaflega gerður fyrir þjóðir á leið inn í ESB. Á seinni árum er samningurinn notaður til yfirtaka fullveldi Íslands. Þriðji orkupakkinn gerir ráð fyrir að yfirstjórn raforkumála flytjist til Brussel og núna ætlast ESB til þess að lög og reglur taki ekki gildi nema með samþykki framkvæmdastjórnarinnar.

Löngu tímabært er að Ísland hefji skipulega vinnu að komast undan EES-samningnum. Áður en það verður um seinan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Vel mælt og takk fyrir að standa vaktina Páll.

Það sem við upplifum í dag er ekkert annað en hægfara innlimun, og slíkt hefur ekkert með viðskipti að gera.

Og réttlæta hana með tilvísun í viðskiptahagsmuni er litlu betra en þegar franskir hermangarar fögnuðu Vichy stjórninni því hún auðveldaði viðskipti við þýsku hernaðarvélina.

Góður bissness getur aldrei réttlætt slíkt valdaafsal að sjálfstæðið verður varla skurnin ein.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2019 kl. 08:01

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Takk báðir tveir. Það steðjar raunveruleg ógn að fullveldi Íslands og ekki heyrist múkk um það frá “forsvarsmönnum” þjóðarinnar.

Ragnhildur Kolka, 25.2.2019 kl. 16:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekkert nýtt að tilkynna þurfi framkvæmdastjórn ESB um fyrirhugaðar breytingar á lagaskilyrðum fyrir þjónustuviðskiptum á tilteknum sviðum. Slík regla hefur verið í þjónustutilskipuninni frá árinu 2006.

Að sjálfsögðu bannar ekkert framkvæmdastjórn ESB að hafa skoðun á slíkum breytingum. Alveg eins og ekkert EFTA ríkjum að vera ósammála slíkum skoðunum framkvæmdastjórnarinnar.

Að halda því fram að "að lög og reglur á Íslandi verða að fá fyrirfram samþykki í Brussel" er auðvitað fráleitt. Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands fer Alþingi með löggjafarvald hér á landi. Einhverjar tillögur frá Brussel geta engu breytt um það.

Hér eru mótmæli EFTA við umræddum áformum:

EEA EFTA Comment on the proposed notification procedure for draft national legislation under the Services Directive

Af þeim má ráða að nái áform framkvæmdastjórnarinnar um neitunarvald við skilyrðum þjónustuviðskipta á vissum sviðum, fram að ganga, er einsýnt að við upptöku þeirra í EES samninginn, verði að aðlaga þau að þeim veruleika að ESB hefur ekki löggjafarvald í EFTA ríkjum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2019 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband