Pólitísk verkföll í þágu sósíalisma

Sósíalistar ráða ferðinni í verkalýðshreyfingunni. Þeir stefna að breyttu þjóðskipulagi þar sem ríkið ræður ferðinni og skammtar fólki lífskjör.

Herskáir sósíalistar vilja ekki málamiðlanir. Það er allt eða ekkert.

Verði verkföll þarf að sýna fram á að ekkert fæst upp úr þeim.


mbl.is „Félögin saman í öllum aðgerðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Og stóra spurning er Páll, trúir þú þessu virkilega sjálfur??

Sem ég veit að þú gerir ekki því þú ert skynsemisvera.

Svo hver er tilgangurinn??

Að búa til Glám svo hægt sé að kveða niður draug??

Sem er frekar illa heppnuð aðgerð þegar andstæðingurinn er af holdi og blóði.

Stjórnvöld og stöðugleiki þurfa enga óvini þegar þau eiga vini eins og þig.

En kommarnir gráta hins vegar ekki svona skrif.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2019 kl. 17:12

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þeir sem tala með þeim hætti sem þú gerir í þessum pistli þínum, Páll, eiga bágt.

Tilboð SA var lægra í prósentum en áætluð verðbólga á samningstímanum. Það gerir kjararýrnun og ekki þekki ég neinn sem skrifar undir slíkt.

Skattatillögir stjórnvalda var bundin við frystingu persónuafsláttar. Launafólkið átti því að greiða sjálft þær skattalækkanir og gott betur.

Að tengja alla formenn stéttarfélaga vi ákveðinn stjórnmálaflokk vegna þess að einn þeirra er flokksbundinn þeim flokk er í besta falli barnalegt. Þetta er eins og að halda því fram að allir fréttamenn, fyrrverandi og núverandi, séu kratar vegna þess að fréttamenn ruv tala með þeim hætti.

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2019 kl. 19:14

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Ég er svo gamall að ég man þegar Páll var kommi og skrifaði í Þjóðviljann.

Kannski hefur hann aldrei gengið af trúnni.

Kannski vill hann óeirð og upplausn.

Enda vandséð það ástand sem kommar græða meir á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2019 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband