Fimmtudagur, 21. febrúar 2019
RÚV boðar til verkfalla
Kl. sex í gær flutti RÚV frétt með yfirskriftinni ,,Á fullum launum í verkfalli." Fréttin var endurvinnsla á 1. maí ávarpi Ragnars Þórs formanns VR um að launamenn gætu farið í skæruverkföll á fullum launum.
Rúmum klukkutíma síðar var fréttamaður RÚV á skrifstofu Eflingar þar sem stóð yfir fundur trúnaðarmanna. Formaður Eflingar var kallaður út af fundi til að tilkynna í beinni útsendingu RÚV að kjaraviðræðum yrði slitið og boðað yrði til verkfalla.
Fyrirfram er vitað hvar verkfallsmiðstöðin verður: í Efstaleiti - höfuðstöðvum RÚV.
Viðræðum slitið í dag? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.