Miðvikudagur, 20. febrúar 2019
Krafa ASÍ: hækkum launin, skerðum velferðina
ASÍ krefst lægri skatta til að hækka útborguð laun félagsmanna sinna. Skattar borga samneysluna, velferðaþjónustuna, menntakerfið og ekki síst laun opinberra starfsmanna.
Gangi ríkið að kröfum ASÍ og sósíalistanna í verkó verður að skerða velferðina og segja upp opinberum starfsmönnum - í það minnsta halda aftur af launahækkun.
Hefur ASÍ kannað vilja félagsmanna sinna að skera niður velferðakerfið? Eru opinberir starfsmenn sáttir við að ASÍ þrengi að lífskjörum þeirra?
Verkföll líkleg í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki komin tími til að skoða í hvað SKATTKRÓNUR FÁTÆKA FÓLKSINS fara í?
Hvað borgaði rúv t.d. mikið fyrir sýningarréttinn á þáttaröðinni Ófærð?
Er þeim fjármunum vel varið?
Líður fólki betur eftir að hafa horft á alla þá þætti?
Jón Þórhallsson, 20.2.2019 kl. 11:08
Fólki líður miklu betur Jón, enda fer Ófærð skánandi með hverjum þætti. Og RÚV hefur eflaust góðar auglýsingatekjur af þessu.
Held að þú verðir að koma með betri dæmi um óráðsíu en þetta.
En vandinn er að óráðsían er falin. Ríkisreksturinn er eins og mjög vel fitusprengt kjöt. Þú skerð ekki fituna utan af, hún er alls staðar inn á milli. Eina leiðin er að gera eins og Jimmy Carter gerði í Georgíu á áttunda áratugnum: Taka hvert einasta atriði í fjárlögunum, hvern einasta kostnaðarlið, hvert einasta starf, og spyrja: Er þetta nauðsynlegt? Og ef ekki, skera það burt.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.2.2019 kl. 11:13
Gætuð þið ekki verið sammála mér um að við ættum að hafa pólitískan forseta á Bessastöðum sem að væri kosin samkvæmt franska kosningakerfinu þannig að hann AXLAÐI RAUNVERULEGA ÁBYRGÐ Á SINNI ÞJÓÐ?
Jón Þórhallsson, 20.2.2019 kl. 11:20
"CONNECTIONG TO YOUR GUIDE!".
Er forseti Íslands ekki með tæpar 3 millur á mánuði
fyrir að vera "hirðirinn yfir hjörðinni?".
Það þætti ekki góður bóndi sem að léti hjörðina sína vera vanfóðraða.
Jón Þórhallsson, 20.2.2019 kl. 11:31
Velferð ykist hér marktækt ef svona helmingur allra ríkisstarfsmanna hætti, og fengi sér alvöru vinnu.
Ég sé nefnilega ekki betur en ríkið sé hér orðið augljóslega of stórt.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.2.2019 kl. 15:14
Ásgrímur þú gerir þér væntanlega grein fyrir að um helmingur ríkisstarfsmanna eru að halda heilbrigiskerfinu gangandi við krappan kost. Um 20% ríkisstarfsmanna eru kennarar í mennta og háskólum. Lögreglan er kannski svona 8% ríkisstarfsmanna. En þú villt kannski að þessu veriði bara lokað. Held stundum að menn viljandi séu að búa sér til einhverja heimsmynd sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 20.2.2019 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.