Laugardagur, 16. febrúar 2019
Fjölmiðlar, ríkispeningar og Bára hljóðmaður á Klaustri
Bára hljóðmaður á Klaustri og vitorðsmenn hennar, tveir eða fleiri, væru fjölmiðill samkvæmt skilgreiningu frumvarps menntamálaráðherra á fjölmiðlum sem skulu frá ríkisstyrk. Að því gefnu, auðvitað, að Bára og félagar hlæðu reglulega upp samtali fólks um borg og bí og kölluðu fréttir.
Netmiðill með þriggja manna ritstjórn sem gerði ekki annað en að endurbirta efni af samfélagsmiðlum og öðrum fjölmiðlum væri styrkhæfur samkvæmt frumvarpinu. Og nú vilja fjölmiðlar útgefnir á ensku líka komast á jötuna.
Fjölmiðlafyrirtæki Jóns Ásgeirs gerir að tillögu að aðeins stórir fjölmiðlar fái ríkispeninga. Óþarfi sé að fjármagna fjölræði; dagskrárvaldið er best komið í höndum snillinga eins og Jóns Ásgeirs.
Eftir því sem frumvarp menntamálaráðherra fær meiri umræðu verðu augljósara hve óskynsamlegt er að ríkið veiti peninga til reksturs þeirra. Eina raunhæfa leiðin til að styrkja fjölmiðla er að draga úr starfsemi RÚV eða hætta henni alfarið.
Með þeim hætti myndu frjálsir fjölmiðlar blómstra á eigin forsendum.
Lesendur ekki bara einhverjir túristar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Báran með einkamálin á takteinum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.2.2019 kl. 07:52
Þá kæmi ekki á óvart að BÁRA Á HLERI myndi sækja um RÍKISSTYRK.....
Jóhann Elíasson, 17.2.2019 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.