Fimmtudagur, 14. febrúar 2019
Stríðsþreyta í Trump-landi
Trump lofaði að draga úr hernaðarævintýrum Bandaríkjanna á fjarlægum slóðum. Hann kallaði heim bandarískt herlið frá Sýrlandi. Þingið vill ganga skrefinu lengra og hætta stuðningi við hernað Sádí-Araba í Jemen.
Borgarastríðið í Jemen er staðgenglastríð tveggja öflugustu ríkja múslíma í miðausturlöndum. Sádar, sem eru súnní-múslímar, styðja stjórnvöld í Jemen á meðan Íran, shía-múslímar, styðja uppreisnarmenn.
Sádar hafa tök á bandarískum stjórnvöldum. Þeim var fyrirgefið að skaffa flesta flugræningjana sem flugu á tvíburaturnana í upphafi aldar og einnig að drepa Khashoggi með köldu blóði í Tyrklandi.
Trump forseti styður Sáda í stríðinu í Jemen og vill klerkastjórnina í Íran feiga. En bandaríska þingið virðist fylgja stefnu Trump frá kosningaárinu, þegar hann lofaði að hætta tilgangslausum hernaði í langt-í-burtu-löndum.
Vilja bandaríska herinn á brott frá Jemen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef ég man rétt voru það bandarískar mæður sem áttu frumkvæðið að því að draga USA út úr Vietnamstríðinu. Þeim féll ekki að fórna sonum sínum fyrir málstað og hagsmuni sem enginn skildi þar heima fyrir. Nú njóta þær stuðnings Trump.
Kolbrún Hilmars, 14.2.2019 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.