Mánudagur, 11. febrúar 2019
Launavísitala forstjóra
Ef tekin eru saman þau fyrirtæki og stofnanir sem ríkið á annars vegar og hins vegar þar sem lífeyrissjóðir eru stórir fjárfestar yrðu ekki mörg stór fyrirtæki eftir.
Ríki og lífeyrissjóðir gætu sammælst um að reikna og birta opinberlega launavísitölu forstjóra, og eftir atvikum millistjórnenda.
Þar með lægi fyrir hvað forstjórar hafa í laun og mætti jafnvel tengja þau við þróun almennrar launavísitölu.
Allir hljóta að sjá að núverandi fyrirkomulag er ótækt.
Hækkanir forstjóra óþolandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem sagt almenningur (launþegar) á næstum allt í landinu, en ekki bara þessi 2 prósent sem reynt var að halda fram. Almenningur á jú lífeyrissjóðina. Er þetta þá ekki bara fyrirtak?
Varla vill almenningur (lífeyrissjóðirnir) að fjárfest sé sérstaklega í fyrirtækjum sem hafa ekki efni á að kaupa til sín bestu stjórnendum landsins, bara vegna þess að bestu mennirnir vilja ekki vinna þar.
Í Danmörku voru há laun verkalýðsforystunnar ávallt afsökuð með því að þeir þyrftu að vera á sömu launum og viðmælendur þeirra.
Er ekki forseti ASÍ með að minnsta kosti tvær milljónir á mánuði fyrir dagvinnuna, og svo sérstaklega greitt fyrir yfirvinnuna? Það fá "hálaunaðir" forstjórar einkafyrirtækja og starfsmenn þeirra ekki. Fá oft ekkert fyrir 500 yfirvinnutíma á ári.
Gunnar Rögnvaldsson, 11.2.2019 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.