Guðlaugur og EES-svindlið

Evrópusambandið segir að EES-samningurinn bjóði upp á bestu hugsanlegu viðskiptakjör. Það er sjálf forsenda EES. Nú liggur fyrir að fríverslunarsamningur Kanada og Evrópusambandsins er betri fyrir Kanada en EES-samningurinn er fyrir Ísland.

Guðlaugur Þór utanríkisráðherra viðurkennir þetta: ,,Evrópusambandið hefur þráast við að koma á fullri fríverslun með sjávarafurðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES)."

Þegar það liggur fyrir að EES er svindl, stendur ekki undir loforði um bestu viðskiptakjör, er einboðið að Ísland segi sig frá samningnum.

EES-samningurinn er verulega íþyngjandi fyrir Ísland. Í gegnum samningin ætlar Evrópusambandið sér ítök í íslenskum raforkumálum með 3. orkupakkanum.

Svindl-samningur sem í ofanálag felur í sér skerðingu fullveldis er vitanlega ótækur.

 


mbl.is Full fríverslun ekki fengist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Heyr, þetta er tónninn, ekkert mjálm í anda Björns Bjarna.

Síðan má bæta við að EES samningurinn er ekki viðskiptasamningur, þó hann hafi verið kynntur sem slíkur.

Vegna kvaðarinnar sem hið frjálsa flæði gerir til aðildarþjóða evrópska efnahagssvæðisins um að taka upp lög og reglugerðir sambandsins, þá er EES samningurinn hjáleigu samningur, þar sem Ísland er ekki lengur sjálfstætt þjóðríki, heldur útibú sem þarf að hlýða í einu og öllu.

Sem reyndar er ætlast til að öllum þjóðríkjum Evrópusambandsins nema Frakklandi og Þýskalandi.

Ósjálfstæði getur ekki verið forsenda heilbrigðra milliríkjaviðskipta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband