Föstudagur, 8. febrúar 2019
Fjölskylduharmleikur, geðveiki og fordómar
Enginn er geðveikur, virðist boðskapur yfirlýsingar Geðhjálpar um fjölskyldumál fyrrum utanríkisráðherra. Þetta sé aðeins spurning um ,,rétta geðhæð" - allt annað eru fordómar.
,,Röng geðhæð" er þá aðeins tímabundin vanstilling sem bráir af og prestó; meintur geðsjúklingur er jafn stöndugur í dómgreind sinni og almenningur, bæði þeir sem virkir eru í athugasemdum og hinir sem lifa athugasemdalausu lífi.
Allt er þetta sjálfsagt satt og sér enda mælt fram af fólki sem veit sínu viti um geðhjálp.
Þó er eitt atriði sem ekki er geðslegt: að samtök í þágu geðheilbrigðis skuli gera sér mat úr fjölskylduharmleik.
Jafn trúverðug og allur almenningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Orðið "geðveiki" mjög villandi hugtak.
Þunglyndi er t.d. skilgreint sem geðsjúkdómur.
Við getum verið með 100 ára gamla þunglynda konu í hjólastól uppi á elliheimili;
er konan þá geðveik?
-------------------------------------------------------------------------
Margir lenda í einhverkonar tímabundnum krísum á sinni ævi einhverra hluta vegna hvort sem að það sé vegna of mikil álags í starfi, slæmra uppeldisskilyrða eða vegna slysa; en það er kannski óþarfi að sjúkdómstengja viðfangsefnið.
----------------------------------------------------------------------------
Spurningin ætti oftar að vera hvað orsakaði kvillann
eða hver var lærdómurinn af lífsreynslunni?
Það er t.d. komið mikið af HEILUNAR-MYNDBÖNDUM á netið
sem að fólk getur nýtt sér:
https://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/2179066/
Jón Þórhallsson, 8.2.2019 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.