Ísland í fordyri helvítis

Helvíti er trúarhugmynd, sem ekki byggir á neinu nema ímynd í huga þeirra sem nota orðið. Æðsti maður leiðtogaráðs ESB er haldinn þeirri hugmynd að helvíti sé utan virkismúra Brusselvaldsins.

Trúarsannfæring valdsins leyfir ekki málamiðlanir. Fólk er annað hvort gott eða illt, ekkert þar á milli. Þjóðir sem ekki sitja og standa eins og handhafi sannleikans býður eru samkvæmt skilgreiningu haldnar villutrú. Á miðöldum var þannig fólk brennt lifandi; á 20. öld leitt fyrri aftökusveit. Æðsti prestur ESB, Donald Tusk, kemur frá þjóð sem missti menntamenn sína í í blóðorgíu í Katyn-skógi laust fyrir miðja síðustu öld; þeir voru ekki réttrar trúar.

Ísland er með EES-samningnum í fordyri helvítis. Löngu tímabært er að segja upp samningnum. Trúardeilur fara vaxandi í Evrópu. Við vitum ósköp vel hverjar afleiðingarnar verða.

 


mbl.is „Sérstakur staður í helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Biblíuþekkingu þinni og söguþekkingu er ábótavant, Páll. Drottinn Jesús Kristur hafnar ekki, heldur staðfestir tilvist helvítis með orðum sínum mörgum. Þér er frjálst að hafna því, en ekki gerirðu það af þeirri ástæðu, að þú trúir Kristi.

"Á miðöldum var þannig fólk brennt lifandi," ritarðu, en í 1. lagi var það afar fátítt vegna trúvillu  (var þó beitt gegn Savonarola og Giordano Bruno og sennilega Albigensum; spara mér að fletta því síðastnefnda upp), og í 2. lagi voru það galdrabrennurnar sem urðu svo algengar, en fyrst og fremst á nýöld, eftir siðaskiptin og ekki síður í lútherskum löndum en kaþólskum. Ekkert afsakar þær þó.

Jón Valur Jensson, 7.2.2019 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband