Mánudagur, 4. febrúar 2019
Skömm, smánun og nafnleysi
Kynferðisbrot er samkvæmt málvenju siðferðisbrot og einatt lögbrot. Á seinni árum er oft talað um að þolendur kynferðisbrota vilji ,,skila skömminni".
Átt er við að þolandinn finni til skammar vegna brotsins (var þetta mér að kenna?) en vilji núna, árum eða áratugum seinna, skila skömminni með því að smána meintan geranda opinberlega.
Til að skömminni sé skilað þarf að fylgja nafn sendanda, þ.e. brotaþola. Nafnlaus ásökun gegn nafngreindum einstaklingi er aftur smánun, refsing sem fjölmiðlar og samfélagsmiðlar úthluta.
Kynferðisbrot eru óverjandi. En það er líka óverjandi að smána nafngreinda einstaklinga með nafnlausum ásökunum.
Vöruð við að rugga bátnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er einmitt það sem er í gangi NAFNLAUSAR ÁSAKANIR og þegar svoleiðis er þá er ekki hægt að áætla annað en að UM SÉ AÐ RÆÐA SKIPULAGÐA RÓGSHERFERÐ. Og það sem verra er fjölmiðlar taka þátt í þessu. Eru ekki til einhverjar SIÐAREGLUR fyrir blaðamenn?
Jóhann Elíasson, 4.2.2019 kl. 13:06
Enginn ábyrgðarmaður er skráður fyrir blogginu. Bloggið brýtur reglur sínar til að taka þátt í þessu. Hvet ég fólk til að sjá hvað ég upplýsi hjá Illuga Jökulssyni við færslu hans um bloggið á FB síðu sinni nú í dag.
FORNLEIFUR, 4.2.2019 kl. 13:47
Alla sögurnar á blogginu ábyrgðamannslausa í dag hafa birst áður. Ein aðeins í klukkustund. Ég skýri það á FB Illuga Jökulssonar í dag. Skömm sé Morgunblaðinu að leyfa blogg án ábyrgðarmanns. Blaðið brýtur hér reglur sínar; Nafnlausar sögur/ söguburður um menn eru bannaðar á Moggabloggi. Morgunblaðið hefur hér með framið samningsbrot við aðra bloggara!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.2.2019 kl. 14:05
Sæll Páll,
Ásakanirnar eru langt því frá allar nafnlausar. Ásakanir í kynferðisbrotamálum koma oft fram undir nafnleynd til að byrja með. Það virðist vera að sumum finnist það að andskotast í fórnarlömbum kynferðisbrota bera vott um mikla karlmennsku. Mér finnst það bleyðimennska og vesældómur. Auðséð að Kratahöfðinginn á góðan stuðning hér.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 4.2.2019 kl. 19:14
Af hverju er verið að grilla Jón Baldvin á gamals aldri? Jú, sjálfhverfir femínistar sem stjórna samfélaginu vilja meina að karlar haldi konum niðri með ofbeldi og nauðgunum. Það má því ekki afgreiða gamlan karl sem breyskan og ófullkominn eins og fólkið sem heldur framhjá og drekkur og dópar að börnum sínum ásjáandi, sem líða sálarkvalir, og fara mörg á örorku á miðjum aldri.
Er einhvern reginmunur á ofbeldi gegn konum eða ofbeldi gegn börnum? Ef saksóknari ætti að eltast við allar hörmungarnar sem fólk veldur hvort öðru, yrðu fangavarsla aðalatvinnugrein þjóðarinnar.
Femínismi gerir ekki ráð fyrir "sjúklegri" hegðun karla gagnvart konum heldur er það allt meðvituð og allsgáð meðferð fyrir konu til að viðhalda helvítis feðraveldinu. Ef það er góð aðferð að afrugla fólk með því að "segja frá" hegðun þess opinberlega, eru tvær leiðir í boði, annars vegar að líta á "viðbjóðslega" hegðun sem "sjúklega" og refsa ekki. Hins vegar að fara leið femínista að girða niður um karlhelvítin og tjarga tittlingin svo þeir fari nú að haga sér vel.
Benedikt Halldórsson, 4.2.2019 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.