Sunnudagur, 3. febrúar 2019
Gunnar Smári, unglingarnir og sósíalisminn
Gunnar Smári, áður kapítalisti og talsmaður þess að Ísland verði fylki i Noregi, gerir út Sósíalistaflokk Íslands síðustu misserin. Hann fær til liðs við sig ungt fólk á framboðslista, bæði í borginni og verkalýðshreyfingunni.
Gunnar Smári skaffar orðaleppa og fyrirsagnir og tengsl við fjölmiðla. Unga fólkið er útlitið.
Sósíalistaflokkurinn er kominn með mann á þing, samkvæmt könnun, náði áður borgarfulltrúa og formennsku í Eflingu.
Öðrum þræði er fyndið að sextugur maður, með feril Gunnars Smára, skuli ná þessum árangri. En hinum þræðinum veldur bröltið kjánahrolli.
Sósíalistaflokkurinn bætir enn við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.