Gunnar Smári, unglingarnir og sósíalisminn

Gunnar Smári, áður kapítalisti og talsmaður þess að Ísland verði fylki i Noregi, gerir út Sósíalistaflokk Íslands síðustu misserin. Hann fær til liðs við sig ungt fólk á framboðslista, bæði í borginni og verkalýðshreyfingunni.

Gunnar Smári skaffar orðaleppa og fyrirsagnir og tengsl við fjölmiðla. Unga fólkið er útlitið.

Sósíalistaflokkurinn er kominn með mann á þing, samkvæmt könnun, náði áður borgarfulltrúa og formennsku í Eflingu.

Öðrum þræði er fyndið að sextugur maður, með feril Gunnars Smára, skuli ná þessum árangri. En hinum þræðinum veldur bröltið kjánahrolli.  


mbl.is Sósíalistaflokkurinn bætir enn við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband