Laugardagur, 2. febrúar 2019
Sál Evrópu, hver er hún?
Engum dytti í hug að tala um sál Norður-Ameríku eða Asíu. Heimsálfur eru landfræðilegt hugtak, gildir einnig um Evrópu.
Ástæðan fyrir tali um sál heimsálfu, líkt og í viðtengdri frétt, er að valdamiðstöð embættismanna i Brussel gerði sig að handhafa hugmyndarinnar um Evrópu. Það er hugverkastuldur af grófari gerðinni.
Í reynd er ESB sálarlaust hagsmunabandalag og ólýðræðislegt í þokkabót.
Sál Evrópu, ef hún er til, er stærri en svo að hún rúmist í skrifstofublokk í Brussel.
Vilja eyða ESB innan frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Að vera eða að vera ekki; KRISTINNAR Trúar"
það er spurningin?
Jón Þórhallsson, 2.2.2019 kl. 15:28
Eins og allir vita að þá getur bara verið
1 heimareitur fyrir HVÍTA KÓNGINN á venjulegum skákborðum
hvar ætti sá heimareitur að vera?
Jón Þórhallsson, 2.2.2019 kl. 15:49
Það er rétt Jón, það er bara einn heimareitur fyrir hvíta kónginn. Hitt skiptir þó meira máli, hver það er sem stýrir hvítu mönnunum, hverju sinni.
Gunnar Heiðarsson, 2.2.2019 kl. 19:28
Það er góð HEIMSPEKILEG SPURNING.
Ekki viljum við lúta páfanum í róm og þá þurfum við að finna einhvern annan.
Svari nú hver syrir sig.
Jón Þórhallsson, 2.2.2019 kl. 19:42
Kannski hefur sál Evrópu lifnað við þegar nokkrir leiðtogar ríkja, sem borist höfðu á banaspjótum, komu saman og hétu því að slíkt skyldi aldrei aftur verða. Þess í stað skyldu þessi ríki vinna saman í sátt og samlyndi.
Athyglisvert er að flestir eða allir þessir þjóðaleiðtogar voru kaþólskir hægrimenn úr hinu forna ríki Karlamagnúsar.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þessi hugsjón kannski vaxið úr sér og trénast.
Því miður.
Hörður Þormar, 3.2.2019 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.