Fimmtudagur, 31. janúar 2019
Ríkið niðurgreiðir pólitíska fjölmiðla
Hægt er að tala um tvo almenna fréttamiðla á Íslandi, RÚV og Morgunblaðið. RÚV er þegar á framfæri ríkisins en ekki Mogginn. Þeir fjölmiðlar sem nýtt frumvarp heldur á floti með ríkisstyrkjum hverfast um pólitík.
Fjölmiðlaveldi Jóns Ágeirs 365 miðlar, sem búið er að hluta í sundur, voru gerðir út fyrst og fremst fyrir pólitísk áhrif: Stöð 2, Bylgjan, Fréttablaðið. Nýmiðlar eins og Stundin og Kjarninn eru pólitík fyrst en síðast almennar fréttir.
Stjórnmálaflokkar eru þegar á framfæri almennings. Óþarfi er að ríkisvæða fjölmiðla.
Endurgreiðsla geti numið 25% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjó eftir því að orðið hlutleysi kemur hvergi fram. Bara það a flytja handvaldar fréttir og þegja yfir öðrum t.d. er hlutdrægni, fyrir utan að hægt er að leggja hvaða spuna sem er á fréttir. Ef verið er að tala um hreinar og klárar frettir hér þá er verið að tala um að styrkja alla til að segja sömu fréttirnar. Væri hlutleysið ekki líka orðið vafasamt ef menn eru farnir að reiða sig á styrki? Hélt það.
Hélt að það væri vænlegra að leggja niður ruv sem rikisfyrirtæki í stað þess að rikið fari að standa í rekstri allra fjölmiðla af sama tagi. Jafnvel youtuberása.
Er ekki alveg að vera komið gott af þessum öfgasósíalisma? Hér er greinilega verið að búa til matarholu fyrir eitt ákveðið einkafyrirtæki í fjölmiðlun í huga.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2019 kl. 15:13
Svelgist alltaf á þegar ég sé oxymoron eins og "lýðræðislegar umræður" nefndar eins og það sé einhver annar kostur.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2019 kl. 15:17
Vildi gjarnan að hér væri komið á einhverju sem héti rekjanleiki frumvarpa eða kröfurót. Vil vita hvaðan hugmyndin eða krafan kemur og láta það fylgja. Ekki bara í þessu tilfelli, heldur öllum. Svona skriffinnskupedigree. Vildi líka vita það um fóstureyðingarfrumvarpið t.d. Er þetta krafa frá fólkinu eða afmörkuðum þrýstihóp eða hagsmunaaðila. Er þetta kannski bara hugdetta þingmanns eða kjósendakaup.
Í lýðræði væri eðlilegt að krafan kæmi frá fólkinu eða samtökum sem fara með mál þess. Spurningin einfaldlega. Hvaðan kom þetta og hvers vegna.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2019 kl. 15:31
Við virðumst búin að læra á hlutdrægni fjölmiðla með því að lesa þá alla og deila í inntakið með 2. En Kristinn H. Gunnarsson í Bolungarvík mun örugglega þakka fyrir sporsluna eins og sönnum framsóknarmanni sæmir. Hitt er verra ef Björn Ingi og frú fá þarna ókeypis peninga! Því þetta eru ókeypis peningar fyrir þá sem hljóta.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2019 kl. 15:47
Jón Steinar, í stjórnarskrá fólksins er ákvæði sem heimilar almenningi að láta bera fram þingmál fyrir sig. Ef þú vilt rekjanleika þá eru þingmannafrumvörp alltaf afrakstur einhvers konar hrossakaupa. Og þau verða aldrei til í tómarúmi.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2019 kl. 15:54
Fjölmiðlar og vefmiðlar verða fyraSt að geta kallast frettamiðlar en ekki pólitiskir slúðrur miðlar sem i raun allir svokallaðir frettamiðlarnir her eru ,áður enn farið verður að styrkja þá til frekari "FRAMSÆKNI" i slúðurfretta gerð og Pólitiskum ároðri !
rhansen, 31.1.2019 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.