Fimmtudagur, 31. janúar 2019
Miðflokkurinn og pólitík 101
Einn þingmaður Miðflokksins, Birgir Þórarinsson, vildi styrkja stöðu sína á kostnað samflokksmanna sinna sem lentu í hakkavél eftir Klausturtal. Birgir plantaði í Fréttablaðið falsfréttum um uppreisn grasrótarinnar í Miðflokknum.
Á alþingi flutti Birgir ræðu um að þingkonur í Evrópu stæðu höllum fæti og lét að því liggja að samflokksmenn hans frá Klaustri bæru ábyrgð á þeirri stöðu. RÚV spilaði með Birgi, hann fékk aðalfréttina í gærkvöldi, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Rósa B., samfylkingargræn vinkona Birgis, talaði líka máli hans.
Aðferð Birgis er vel þekkt úr grunnkúrs stjórnmálanna, áfanga 101: ,,Nýttu þér veikleika annarra til eigin frama."
En Birgir klúðraði framkvæmdinni. Hann sást með rýtinginn á lofti sem hann rak ótt og títt í bakið á varnarlausum mönnum. Önnur lexía úr pólitík 101: ,,Ekki sýna þig sem kaldrifjaðan valdasjúkling sem fórnar flokknum fyrir eigin metnað."
Þingflokkur skiptir verkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vanhugsuð ræða hans Heilagleika og ekki bætir úr samfloti með Rósu B.
Ragnhildur Kolka, 31.1.2019 kl. 10:27
Blessaður Páll.
Stundum þarf jafnvel Shakespeare að passa sig á eplinu eða egginu.
Eitthvað hugsaði maður þegar maður heyrði þessa frétt. En þú orðaðir þær hugsanir í kjarna hinna fáu orða.
Eiginlega snild.
Þér að segja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.2.2019 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.