Falsfréttir eru flókið mál, Lilja

Í meginatriðum eru til tvær útgáfur af falsfréttum. Í fyrsta lagi skáldskapur frá rótum, t.d. ,,Elvis lifir". Áður voru þetta kallaðar flökkusögur og urðu til þegar fólk vildi trúa einhverju ósönnu. Nýlegt dæmi er ,,Gunnar Bragi fullur í leikhúsi". 

Í öðru lagi fréttir sem eru misvísandi, ýktar, mikilvægum efnisatriðum sleppt eða aðeins sagt frá einu sjónarhorni. Frétt RÚV um ástandið í Venesúela, þar sem ekki var minnst á sósíalisma, fellur í þann flokk.

Deilur um falsfréttir eru oft harðvítugar. Sá sem þetta skrifar var stefnt fyrir dóm vegna ærumeiðinga þegar hann gagnrýndi RÚV fyrir falsfrétt um Evrópumál.

Virðingarvert er af Lilju menntamálaráðherra að vekja máls á falsfréttum, þær eru vandamál.

Besta leiðin til sporna við falsfréttum er umræða um hvernig fréttir verða til, hlutverk fjölmiðla og áhrif samfélagsmiðla. Þetta má kenna í skólum. Það þarf bara að setja viðfangsefnið í námskrá.


mbl.is Skólakerfið sporni við falsfréttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gerum bara eins og Kínverjar. Lokum fyrir aðgengi að samfélagsmiðlum. Þeir eru uppspretta 95% af falsfréttum í fjölmiðlum. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2019 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband