Mánudagur, 28. janúar 2019
Blekking í þágu 3. orkupakka ESB
Með orkustefnu ESB fáum við samkeppni á íslenskum raforkumarkaði, segja talsmenn þess að framselja vald yfir raforkumálum okkar til Brussel.
Það er blekking. Samkeppni verður aldrei á íslenskum raforkumarkaði þannig að íslenskir neytendur njóti góðs af. Til þess er markaðurinn of lítill.
Það er þykjustusamkeppni undir handleiðslu Orkustofnunar sem gæti sparað meðalfjölskyldunni andvirði einnar bíóferðar fyrir einn eða tvo einu sinni á ári. Eyjan gerir sér mat úr þykjustunni.
Íslendingar greiða lágt raforkuverð í samanburði við Evrópu. Ef þriðji orkupakkinn verður samþykktur, og sæstrengur lagaður, munu orkufyrirtækin fremur selja dýrt til Evrópu en ódýrt til Íslendinga.
Það er mergurinn málsins.
Athugasemdir
Netop Páll
Halldór Jónsson, 28.1.2019 kl. 11:50
Hver er / hvar er STEFNA þíns stjórnmálaflokks Páll
tengt 3. Orkumálapakkanum?
Jón Þórhallsson, 28.1.2019 kl. 11:56
Hvenær er samkeppni til staðar sem neytendur njóta góðs af? Er það einungis ef markaðurinn er "stór"? Nei, stærð markaðarins segir ekki endilega neitt til um hversu hörð samkeppnin er. Það eru aðgangshindranir á markaði sem hafa miklu meira um það að segja. Samkvæmt fréttinni sem vitnað er til eru sjö aðilar að bjóða raforku til heimilanna. Það bendir til þess að ekki sé erfitt að hefja starfsemi á þessum markaði. Varan er sú sama og samkeppnin því einungis á grunni verðs. Fjöldi aðilanna gerir að verkum að samráð milli þeirra er afar ólíklegt. Verðmunurinn er ekki mikill, enda í sjálfu sér ekki við því að búast þegar allir eru að selja sömu vöruna - þeir sem ekki gætu boðið verð í námunda við þann ódýrasta myndu einfaldlega bara leggja upp laupana.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.1.2019 kl. 11:56
Sláandi hvað "markaðurinn" á að skipta miklu máli þessa dagana. Hvar er þar pláss fyrir sameiginlegt íbúaátak til þess að búa í haginn fyrir sjálfa sig og sína? Eins og íslenska orkan var virkjuð upphaflega og öll þjóðin tók þátt í. Til eigin nota en ekki sem gróðafyrirtæki á "markaði".
Kolbrún Hilmars, 28.1.2019 kl. 14:52
hef ekki áhyggjur af raforku verði en áhyggjur af sjálfstæði og fullveldisfamsali Islsnd við sæstreng .og þvi algjörlega á móti orkupakka 3
rhansen, 28.1.2019 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.