Evrópa er hugmynd, eins og kommúnismi

Evrópa er að deyja, segir í yfirlýsingu 30 frjálslyndra vinstrimenntamanna sem líkja ástandi álfunnar við tíma fasisma á fjórða áratug síðustu aldar.

Fjölþjóðlegu menntamennirnir er fangar hugmyndarinnar um Evrópu, líkt og sálufélagar þeirra á fyrri hluta síðustu aldar sem lögðu á sig fjötra annars hugmyndakerfis, kennt við kommúnisma.

Ástæða örvæntingar 30-menninganna er framgangur þjóðlegrar lýðhyggju. Evrópuhugmyndin, eins og kommúnismi, er sannfæring um að eitt sniðmát menningar og stjórnskipunar eigi að gilda fyrir alla. Þjóðleg lýðhyggja hafnar þessari hugmynd og segir að hvert samfélag eigi að búa að sínu.

Evrópa reyndi sjálfsmorð tvisvar á síðustu öld, eins og fram kemur í yfirlýsingunni. Í bæði skiptin komu þjóðríki til bjargar, Bandaríkin og Bretland. Rökrétta ályktunin er að skipulag þjóðríkisins sé snöggtum skárra en alþjóðaríkis, sem ýmist er stjórnað frá Brussel eða Moskvu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hugmyndin um Evrópu, sem þarna kemur fram, er hugmyndin um menningu sem er mótuð af upplýsingarstefnunni. Það er ekkert líkt með henni og kommúnisma.

Þjóðríkin í Evrópu bárust á banaspjót tvisvar á síðustu öld.

Nú vex öfgastefnum ásmegin að nýju. Að hve miklu leyti ber pólitíska stefnan, sem grundvallast á stöðugri eflingu ESB og minnkandi vægi þjóðríkjanna, ábyrgð á því?

Það er vandlifað í mannkynssögunni.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.1.2019 kl. 11:04

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sigurður.

Upplýsingin er reyndar forfaðir kommúnisma Marxista. Hún tók Gamla testamentið út fyrir sviga (þ.e. sjálfa hina óformlegu stofnstjórnarskrá Vesturlanda) til að reyna að koma heimspeki Gyðinga um þjóðríkið og sjálfsákvörðunarrétt þjóða fyrir kattarnef. Upplýsingin var ekki af hinu góða. Hún var slæmt pólitískt afl að mörgu leyti. Það er ekki gott að vera heilaþveginn af henni.

Þetta vissu flestir stofnendur Bandaríkjanna mjög vel og forðuðust þvælu Upplýsingarinnar og héldu sig við Gamla testamentið. Lincoln var einnig með þetta á hreinu.

Kveðja.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.1.2019 kl. 14:04

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið Þorsteinn átti það að sjálfsögðu að vera, Siglaugsson 

Gunnar Rögnvaldsson, 26.1.2019 kl. 14:05

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Með sömu rökum er hægt að segja að kristni sé forfaðir marxisma, eða þá Gyðingdómur, sem er forfaðir kristni, eða þá fjölgyðistrú miðausturlanda sem er forfaðir Gyðingdóms. Og stjórnarskrá Bandaríkjanna byggir nú einmitt á grunngildum upplýsingarinnar um jafnrétti manna fyrir lögum, rétt þeirra til að kjósa sér stjórnvöld og eiga viðskipti í friði. Seint verður sagt að jafnrétti og lýðræði séu inntakið í boðskap Gamla testamentisins.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.1.2019 kl. 11:58

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei það er ekki hægt Þorsteinn, vegna þess að allt í þessum heimi er hvorki hlutfallslega eins, né af sömu tegund.

Sumt er vont í þessum heimi. En annað er gott.

Gott og vont er ekki eins.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.1.2019 kl. 12:05

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar þú tekur einhverja sérvalda hluta úr einni kenningu og heldur því fram að hún sé leiði beint af sér einhverja aðra, vegna þess að þeim hlutum sem þú valdir svipar saman við eitthvað í hinni, þá leiðir af því að þú getur gert þetta við hvaða kenningar sem er.

Það kemur muninum á góðu og illu nákvæmlega ekkert við.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.1.2019 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband