Föstudagur, 25. janúar 2019
Synd og fyrirgefning - og virkir í athugasemdum
Tvær hliðar eru á málinu kennt við Klaustur með stóru ká-i. Syndin, sem var drýgð, þ.e. orðfæri þingmanna um samferðafólk, og fyrirgefning sem viðkomandi þingmenn biðja á orðum sínum.
Virkir í athugasemdum í fjölmiðlum og á þingi velta sér upp úr syndinni, segja að hún sé of stór til að afsökunarbeiðni verði tekin til greina. Virkir í athugasemdum þrífast á syndinni, bæði eigin og annarra.
Fyrirgefning kemur aðeins til álita hjá þeim sem sigrast á sálarástandi virkra í athugasemdum.
Bað Lilju fyrirgefningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pétur postuli spurði Jesú: "Hversu oft á ég að fyrirgefa bróður (náunga) mínum, allt að sjö sinnum"? Jesús svaraði honum: "Ekki segi ég þér allt að sjö sinnum heldur allt að sjötíu sinnum sjö". Talan sjö er tala fullkomnunar og er Jesús að segja Pétri að hann eigi að veita fullkomna fyrirgefningu.
Fyrirgefning og iðrun eru lykil þáttur í mannlegum samskiptum. Hún skiptir ekki einvörðungu máli þeim sem fyrirgefið er heldur og ekki síður þeim sem veitir fyrirgefningu. Fullkomin fyrirgefning veitir fullkomna sátt og er nauðsynleg fyrir sáluhjálp okkar og samfélag okkar við annað fólk.
Jesús sagði ennfremur: "Ef þér fyrirgefið mönnunum misgjörðir þeirra þá mun og faðir minn himneskur fyrirgefa yður misgjörðir yðar. En ef þér fyrirgefið ekki mun faðir minn ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar". Svo mörg voru þau orð og hversu alvarlegt það er að bera hatur og illgirni í hug og hjarta. "Elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig". Ef við viljum að aðrir fyrirgefi okkur þegar okkur verður á, ber okkur einnig að fyrirgefa öðrum þeirra yfirsjónir.
Tómas Ibsen Halldórsson, 25.1.2019 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.