Tveir þingmenn virkir í athugasemdum

Halldóra Pírati og Jón Steindór úr Viðreisn gerðust virk í athugasemdum úr stól alþingis.

Athugasemdirnar beindust að tveim þingmönnum sem sálufélagar þeirra Halldóru og Jóns Steindórs úr samfélagsfjölmiðlum tók fyrir vegna orðræðu á Klausturbar.

En Halldóra og Jón Steindór eru ekki sauðsvartur almúgi heldur þingmenn. Og ef þingmenn gera athugasemdir við að þjóðkjörnir fulltrúar eigi rétt til setu á alþingi er það töluvert annað og verra en gaspur á götum úti.


mbl.is Hnýtt í Bergþór og Gunnar Braga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gott að einhverjir þori enn að tjá sig á Alþingi!  En fyrst ofbeldismönnunum finnst sjálfsagt að mæta aftur á "vígvöllinn" eins og Bergþór komst svo ósmekklega að orði, þá er fátt annað í stöðunni en slíta þessu alþingi og boða til nýrra kosninga. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.1.2019 kl. 13:43

2 Smámynd: rhansen

   Veit hann Jóhannes Laxdal hvað orðið "OFBELDISMAÐUR" þyðir i raun ?.... það eru þá margir Ofbeldismenn i Framsókn samkvæmt túlkun Lilju Alfreðsd og Johannesar Laxdal á þessu orði  og ekki vex hróður ALÞINGIS við það !

rhansen, 24.1.2019 kl. 14:30

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Margar þingkonur upplifa óöryggi í návist þessara tveggja manna sérstaklega, svo..já þeir eru andlegir ofbeldismenn.  Orðskýringar koma hróðri Alþingis ekkert við.  Hróður í merkingunni gott orðspor ræðst einmitt af andlegu atgerfi þingmanna. Illt umtal, bakmælgi og rógur sæmir bara ekki fulltrúum á Alþingi. Kemur pólitík akkúrat ekkert við.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.1.2019 kl. 14:44

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við kjósum ekki róbota á þing, en þegar þar að kemur má eflaust programera þá til að uppfylla kröfur Jóhannesar Laxdal

Ragnhildur Kolka, 24.1.2019 kl. 16:48

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hátternisskyldur.
7. gr.
Þingmenn skulu í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu.
8. gr.
Þingmenn skulu ekki sýna öðrum þingmönnum, starfsmönnum þingsins eða gestum kynferðislega eða kynbundna áreitni, leggja þá í einelti eða koma fram við þá á annan vanvirðandi hátt. 

 

 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.1.2019 kl. 21:50

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Siðareglur frá 2016 voru endurskoðaðar sl.sumar. Nánar tiltekið 5.júní 2018. Og þær voru samþykktar samhljóða af þeim 58 þingmönnum sem voru viðstaddir.  5 voru fjarverandi án leyfis.  Ef svo kaldhæðnislega vill til að einmitt þessir 4 klausturþingmenn Miðflokksins hafi ekki séð ástæðu til að mæta og undirgangast sameiginlegar siðareglur þá er málið komið á alveg nýjan stað.

Ef þeir hins vegar tóku þátt í að setja sér siðareglur þá er um alvarlega siðblindu að ræða hjá þessum 4 einstaklingum að ræða og ljóst að núverandi siðareglur ná ekki yfir framferði svoleiðis fólks.

En svo er hitt, að samtryggingarkerfi þeirra sjálfra sér til þess að engin viðurlög eru þó menn brjóti reglur um háttsemi, eða akstursstyrki eða misnotkun upplýsinga í hagnaðarskyni. Þetta gera menn nánast fyrir opnum tjöldum og komast upp með það. Klausturdónarnir munu líka komast upp með sín brot gagnvart þinginu og starfsmönnum þess.  En fólkið úti í þjóðfélaginu mun hvorki gleyma né fyrirgefa þessa framkomu. Ekkert frekar en við munum ekki gleyma sjálftökunni sem fjármagna á með notendagjöldum í framtíðinni.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.1.2019 kl. 22:08

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þarf ekki að setja siðareglur fyrir kjósendur og framboðslista flokkanna?
Ekkert framboð bjóði fram fulltrúa nema fullkominn sé, samkvæmt siðgæðisvottorði (hvers þá er seinnitíma vandamál!) og að enginn kjósandi megi greiða þeim atkvæði sitt sem ekki getur veifað slíku vottorði.

Kolbrún Hilmars, 25.1.2019 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband