Fimmtudagur, 24. janúar 2019
Launþegar þrælar verkó
Þegar launamaður ræður sig í vinnu er hann ekki spurður hvaða stéttarfélagi hann vilji tilheyra - eða alls engu. Verkalýðshreyfingin hefur komið málum svo fyrir að stéttarfélög eiga heilu starfsgreinarnar.
Mannréttindi vinnandi fólks eru brotin þegar stéttarfélag þvingar launamenn í félagsskap og rukkar gjald af hverjum og einum.
Félagsgjöldin eru notuð í pólitíska starfsemi sem launþegar eru oft hjartanlega ósammála.
Stjórnendur og sérfræðingar eiga svigrúm til að færa sig úr einu stéttarfélagi í annað. En allur þorri launþega er eins og sláturfé, rekið á bás og félagsgjöld hirt af þeim áður en launin eru greidd.
Vitanlega á að koma málum svo fyrir að upplýst samþykki launþega liggi fyrir áður en viðkomandi er skráður í stéttafélag. Jafnframt þarf að tryggja að launamenn eigi fleiri en einn valkost.
Skylduaðild að verkalýðsfélagi og nauðungarinnheimta á félagsgjöldum er arfur liðins tíma sem við ættum að losa okkur við.
Enginn fjöldaflótti úr VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er fáránlegt fyrirkomulag sem aldrei verður hægt að breyta
Sértu neyddur í Eflingu ertu um leið flokksmaður hjá Fjögralaufasmára í Sósialistaflokki hans, Sólveigar Önnu og Víðis Þorsteinssonar.
Enda mætir ekki Eflingarfólkið til að kjósa í félaginu og kemst upp með það.
Halldór Jónsson, 24.1.2019 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.