Síðnýlendustefna Frakka

Frakkar voru í liði sigurvegara fyrra og seinna stríðs og voru ekki knúnir til að horfast í augu við fortíð sína, líkt og Þjóðverjar.

Enda héldu Frakkar áfram nýlendustefnu sinni, innlimuðu Alsír í franska ríkið og endurheimtu Víetnam. Aðeins eftir blóðuga borgarastyrjöld í Alsír og yfirtöku Bandaríkjanna á stríðinu í Víetnam hopuðu Frakkar.

Frakkar daðra við forna heimsveldadrauma og eru víða með ítök í gömlum nýlendum frá 19. öld. Síðnýlendustefnan er viðkvæmt mál í frönskum stjórnmálum, eins og viðbrögðin við orðum ítalska ráðherrans bera með sér.


mbl.is Kölluðu sendiherra á fund vegna ummæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband