Sunnudagur, 20. janúar 2019
Vg í X-D, sem gengur í Vigdísi Hauks
Frjálslynda vinstrið, Samfylking og Viðreisn, segja Vinstri græna gengna í Sjálfstæðisflokkinn. Dagur braggastjóri segir aftur móðurflokkinn ,,genginn í Vigdísi Hauks."
Eljaraglettur eru jafngamlar pólitík. Ásakanir um að einhver gangi í annan flokk eru til marks um sérstaða flokkanna sé ekki jafn skýr og löngum áður annars vegar og hins vegar að flokkarnir eigi erfitt með að fóta sig í breyttu pólitísku landslagi.
Verkalýðsbarátta og kjaradeilur voru til skamms tíma sterkur vettvangur vinstriflokka til að gera sig gildandi. Nema, auðvitað, þegar vinstriflokkur sat í ríkisstjórn - en við það vænkaðist hagur þess sem utan stóð.
Samfylkingin er í minnihluta þessi misserin en fær engan meðbyr í kjaraumræðunni. Það er helst að sósíalistaflokkur Gunnars Smára njóti góðs af.
Utanríkismál voru annar málaflokkur sem skilgreindi stjórnmálaöfl. Ekki lengur. Samfylkingin situr uppi með Svarta-Pétur, ónýta ESB-umsókn, og þriðji orkupakkinn klýfur Sjálfstæðisflokkinn.
Pólitíska svellið verður hált næstu árin. Einn flokkur mun tæplega ganga í annan en flokkar sem ekki eru með bakland sitt á hreinu gætu lent í tilvistarkreppu.
Athugasemdir
Er það rétt að guðfaðir óreiðunnar í Reykjavík Dagur B. sé núna kallaður Dagur Braggi?
Richard Þorlákur Úlfarsson, 20.1.2019 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.