Trump fær óvæntan stuðning minnihlutahóps

Þorri flóttamanna í Bandaríkjunum kemur frá Suður-Ameríku. Löng saga er fyrir fólksflutningum frá ríkjum Rómönsku-Ameríku norður á bóginn, bæði löglegum og ólöglegum.

Ný könnun sýnir að meirihluti Bandaríkjamanna af rómönskum uppruna styður Trump forseta í baráttu hans við flokka Demókrata að auka landamæraeftirlit. Stuðningurinn við forsetann rekinn til þess að hagur minnihlutahópsins er betri en áður.

Óheftur innflutningur ólöglegra innflytjenda grefur undan atvinnuöryggi þeirra sem búa löglega í Bandaríkjunum.


mbl.is Sáttarboði Trumps hafnað um leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Samkvæmt Pew stofnuninni voru 10.7 milljón ólöglegra innflytjenda í BNA árið 2016 og u.þ.b 34 milljónir löglegra. Flestir ólöglegu innflytjendurnir eru frá Mexíkó en Mið-Ameríka sækir stíft á. Þeir eru líka tilbúnir að vinna fyrir lægri laun þannig að ójafnvægi skapast á vinnumarkaðnum, sérstaklega þar sem ekki er krafist neinnar menntunar. Þetta er meðal annars það sem Trump er að reyna að leiðrétta. Stórir fjármagnseigendur, bæði repúblikanar og demókratar, berjast gegn því. Líklega er það heldur ekki hagfellt fyrir löndin sunnan BNA að stoppa þetta flæði fólks því það sendir peninga til fjölskyldna sinna í heimalandinu. Á ársgrundvelli segja síðustu tölur að $54 milljarðar hafi farið þessa leið. Að stærstum hluta til Mexíkó. Það munar um minna fyrir hagkerfi þessara landa.

Ragnhildur Kolka, 20.1.2019 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband