Laugardagur, 19. janúar 2019
Falsfréttir gera Trump að sönnum leiðtoga
Eftirspurn eftir falsfréttum um Trump er óseðjandi og margir um hituna að mæta eftirspurninni. Trump er í stríði við óvini fólksins, frjálslyndu vinstrielítuna og fjölmiðla þeirra. Í hvert sinn sem falsfrétt er afhjúpuð styrkist ímyndin af Trump sem leiðtoga.
Leiðtogaáhrif Trump ná langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna. Trump er t.d. stórmál í íslenskum stjórnmálum miðað við umfang hans í hérlendum miðlum. Þá er hann tákn um uppreisn lýðhyggju á vesturlöndum gegn elítunni, góða fólkinu, sem leiðist afskipti almennings af stjórnmálum.
Alþjóðlegt aðdráttarafl Trump skilar sér ekki í trump-flokkum eða hreyfingum um allar jarðir heldur, til þess er Trump of banarískur. Áhrifin eru óbein. Staðbundin andófsöfl sækja sér innblástur í árangur Trump, fremur en að hann sé fyrirmynd.
Gulvestungar í Frakklandi er andóf lýðsins gegn elítunni. Franskur sagnfræðingur rekur andófið til byltingarinnar 1789 þegar þjóðin afþakkaði með blóðbaði einvaldan konung og forréttindastéttir aðals og kirkju.
Falsfréttir samtímans um leiðtogann í Hvíta húsinu eru endurvarp fyrri tíðar þegar kirkjan sagði almenningi hverju skyldi trúa. Fjölmiðlakirkjan útmálar Trump sem satan andspænis góða fólkinu. Almenningur sér frelsara gegn forréttindastéttinni.
Fréttin ekki nákvæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju er ekkert um þetta, í þessum link, í fréttum á Íslandi..??
https://www.nationalreview.com/2019/01/2018-successful-year-for-american-economy/
Sigurður Kristján Hjaltested, 19.1.2019 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.