Helga Vala, Ágúst og klaustursfokkið

Samfylkingin gerði Klaustursmálið að pólitísku fóðri á alþingi. Ágúst Ólafur þingmaður gerði kröfu um að forsætisnefnd alþingis fjallaði um drykkjurausið á Klaustri. Nokkrum dögum síðar kemur á daginn Ágúst Ólafur grýtir steinum úr glerhýsi.

Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis tók við keflinu af Ágústi Ólafi.

Helga Vala beitir sér fyrir yfirheyrslum þingnefndarinnar, þar sem hún gegnir formennsku, yfir Klaustursorðræðunni. Samkvæmt Helgu Völu fer nánast sama dag sú saga á flug að hún sé haldin stelsýki og hafi verið gripin við stuld.

Kjaftasagan berst Helgu Völu furðufljótt til eyrna, eða því sem næst sama dag og sögunni var ýtt úr vör, - segir Helga Vala.

Kjaftasögur ferðast mishratt og þessi fór undraskjótt um landið og miðin, ef trúa má Helgu Völu.

Aðgerðir Helgu Völu voru líka snöggar. Hún pantar yfirlýsingu frá Högum og aðra frá lögreglunni. Valdastaða Helgu Völu er slík að yfirlýsingarnar eru útbúnar nánast á færibandi.

En hvað segja svona yfirlýsingar? Ef maður er sakaður um ofdrykkju hreinsar hann sig af áburðinum með því að framvísa vottorði frá ÁTVR um hófleg áfengiskaup?

Af ástæðum sem Helga Vala ein veit ákvað hún að rjúka upp til handa og fóta vegna söguburðar. Flest venjulegt fólk lætur kjaftasögur sem vind um eyru þjóta. Á berangri umræðunnar deyja þær út. Viðbrögð Helgu Völu eru stórskrítin, hvernig sem á málið er litið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er gott dæmi um Streisand effektinn. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 18.1.2019 kl. 15:14

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Merkilegt að það fyrsta sem maður heyrir af þessu er frá Helgu Völu sjálfri.

Ragnhildur Kolka, 18.1.2019 kl. 22:11

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Ætlaði samfylkingin ekki að segja okkur frá hinum 4 málunum í siðgæðisnefndinni?

Guðmundur Böðvarsson, 19.1.2019 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband