Samherji, pólitískar ofsóknir og hótanir

Strax eftir hrun voru sett á gjaldeyrishöft. Grunur kviknaði að stórnotendur gjaldeyris, útgerðafélög eins og Samherji og Vinnslustöðin, færu á svig við reglur um skil á gjaldeyri.

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. 2009-2013 hafi hag af því að lama útgerðina enda stóð hún gegn stærstu pólitísku mistökum seinni ára, ESB-umsókninni, sem fól í sér afsal fiskimiðanna til Brussel.

Í samvinnu við fjölmiðil vinstrimanna, RÚV, var mál byggst upp gegn Samherja. Þegar málið var orðið þroskað, næg sönnunargögn talin liggja fyrir, var Seðlabankanum, sem yfirvaldi í gjaldeyrismálum, gert að hefja rannsókn.

Rannsóknin ónýttist, sönnunargögn voru ekki næg; lög og reglugerðir ekki skýr. Samherji var sýknaður fyrir dómstólum. 

Til hliðar við fjölmiðlapólitískar ofsóknir, sem að hluta eru opinberar, eru hótanir sem sjaldnast fara hátt.

Eftir sigur Samherja fyrir dómstólum hefði verið farsælast að málið yrði sögulegur minnisvarði um þjóðfélagsástand eftirhrunsins. En Samherji kaus að halda málinu áfram og krefst afsagnar seðlabankastjóra. Það heitir að hengja bakara fyrir smið.


mbl.is Kastljós misnotaði „gróflega viðtal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er hrein og klár lygi að aðild að ESB leiði af sér afsali fiskimiðanna til Bussel. Engin þjóð hefur þurft að afsala sér einni einustu auðlind sinni hvorki fiskveiðiauðlind eða öðrum auðlindum vegna ESB aðildar og engar reglur hjá ESB gera kröfur til slíks og það stendur ekki til að breyta reglum ESB á þann hátt að slíks verði krafist.

Af hverjui þurfið þið ESB andstæðinar alltaf að beita lygum og blekkingum máli ykkar til stuðnings? Er það vegna þess að ef farið er rétt með staðreyndir þá sé ekki svo auðvelt að sannfæra fólk um að það þjóni hagsmunum okkar betur að standa utan ESB en innan?

Sigurður M Grétarsson, 17.1.2019 kl. 09:23

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður M, það ætlar að verða erfitt að koma því inn í þinn þykka haus, að ALLAR auðlindir sjávar UTAN 12 sjómílna aðildarríkis HEYRA UNDIR STJÓRN ESB OG Á ÞESSU ERU ENGAR VARANLEGAR UNDANÞÁGUR VEITTAR.Þarna er hvorki um lygar eða blekkingar að ræða af hálfu andstæðinga ESB en INNLIMUNARSINNAR hafa löngum beitt lygum og blekkingum varðandi þetta mál.  Það þarf engar lygar eða blekkingar til svo ALLIR, sem ekki eru haldnir einhverri ESB blindu og eru með fulla fimm, sjái að Íslendingum er mun betur borgið UTAN ESB en INNAN....

Jóhann Elíasson, 17.1.2019 kl. 10:21

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sigurður M. Grétarsson ætti að spyrja Breta hvort þeir eða ESB úthluti kvóta á Bretlandsmiðum upp að landsteinum og hvort sú úthlutun einskorðist við Breta. Hvers vegna segir hann ekki satt og rétt frá svo ekki sé dýpra í árina tekið?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 17.1.2019 kl. 11:05

4 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Össur talaði aldrei af sama eldmóð um esb eftir að spænskur sjávarútvegsráðherra útskýrði þetta fyrir honum..

Guðmundur Böðvarsson, 17.1.2019 kl. 11:30

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann. Hversu erfitt átt þú með að koma því inn í þinn þykka haus að jafnvel þó ESB taki formlega ákvarðanir um veiðimagn og svæðisfriðanir þá fer KVÓTINN ekki frá okkur. ESB aðild skyldar okkur ekki til að láta neina fá veiðiheimildir úr okkar stofnum. Það er því einfaldlega hauga helvítis lygi að við þurfum að láta frá okkur fiskveiðiauðlindina eða nokkra aðra auðlind við það að ganga í ESB. Það hfur engin þjóð þurft að gera.

Sigurður M Grétarsson, 17.1.2019 kl. 11:35

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Einar. Allir fististofnar Breta eru stofnar sem eru í fleiri en einni landhelgi og því eru engir þeirra séreign Breta óháð því hvort þeir eru í ESB eða ekki. Úthlutanir kvóta hjá ESB eru allar bundnar við kvóta út tilteknum sfofnum þar sem þjóðir hafa frá upphafi fengið úthlutað út frá því hversu stór hluti þeirra eru í landhelgi viðkomandi ríkis. Útgerðum sem fá kvótann er hins vegar heimit að sækja sinn kvóta í hvaða landhelgi sem er. Bretar ákvarða úthlutun þess hluga kvótans sem fellur Bretlandi í skaut. Þeir hafa enga skyldu til að úthluta kvóta til erlendra útgerða úr sínum kvóta. Bretar hafa ekki nist neitt af sínum kvóta við það að vera í ESB. Þeir munu ekki geta veitt meiri fisk við það að ganga úr ESB. Ef ekki nást samningar  um annað við ESB mun eini munurinn verða sá að breskum útgerðum verður óheimilt að sækja sinn kvóta í landhelgi nágrannaríkjanna og útgerðum frá þeim verður óheimilt að sækja sinn kvóta í breska landhelgi. En veiðimagnið verður það sama hjá öllum ríkjum.

Þegar talað er um aðgang erlendra útgerða að landhelgi annarra aðildarríkja þá er til dæmis hægt að benda á að ég og þú höfum aðgang að íslenskri fiskveiðilögsögu sem íslenskir ríksborgarar. En við fáum samt ekki að veiða úr kvósasettum tegumdum án þess að hafa kvóta í þeim. Það aama á við um erlenda aðila ef við göngum í ESB. Erlendar útegðir munu ekki fá kvóta í íslenskri lögsögu þó við göngum í ESB. 

Sigurður M Grétarsson, 17.1.2019 kl. 11:42

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður M, ertu virkilega svona vitlaus?  Heldur þú virkilega að Íslensk stjórnvöld geti úthlutað sama kvóta og ESB, við landið?  AUÐVITAÐ FER KVÓTINN FRÁ OKKUR??????  Ég bara get ekki með nokkru móti skilið hversu FERKANTAÐUR þú getur verið.........

Jóhann Elíasson, 17.1.2019 kl. 12:00

8 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Við lestur minn  og þýðingu skjala er vörðuðu þátttöku Íslands í EES-samningnum upp úr 1990, mátti glögglega finna þá strauma sem ýttu á um samnýtingu auðlinda er aðildarþjóðir hefðu úr að spila. 

Datt í hug að kalla þetta "the me-too-principle" (ég má nota þitt og þú notar mitt). Hugtakinu var reyndar stolið í öðrum tilgangi!

En það fer ekki á milli mála að menn líta girndaraugum til sérstakra auðlinda eins og þeirra sem Íslendingar hafa tryggt sér aðgang að með ærinni fyrirhöfn og fórnum á síðustu öld.

Undanþágur og sér-samningar eru ekki í boði, þrátt fyrir fullvissu íslenskra krata um "extraordinary creativity" sem ónefndur utanríkisráðherra taldi að mætti finna í Brüssel. Þeirri hugmynd var reyndar mætt með lítillækkandi hæðnisglotti herranna í Sambandinu. 

Flosi Kristjánsson, 17.1.2019 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband