Bragginn og Klaustur, hægri og vinstri

Braggamál borgarinnar snýst um misferli með opinbert fé, brot reglum um verkferla og spillingu í samskiptum arkitekta og verktaka annars vegar og hins vegar embættismanna og borgarfulltrúa. Í braggamálinu eru hægrimenn sem sækja en vinstrimenn verja hendur sínar.

Klaustursmálið snýst um orðræðu nokkurra þingmanna og ólögmæta upptöku á samtali þeirra. Hér eru vinstrimenn sóknaraðili en hægrimenn í vörn.

Niðurstaða: hægrimenn hafa áhyggjur af meðferð fjármuna og opinberri spillingu en vinstrimenn eru uppteknir af orðfæri fólks í einkasamtölum.


mbl.is „Mun ekki taka þátt í þessari sýningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Þetta snýst ekki um ólögmæta upptöku, heldur siðleysi og akgjöran dómgreindarbrest.  Eitthvað, sem eru ekki jákvæðir eiginleikar þeirra, sem vinna við löggjafarsamkundu þjóðarinnar! 

Langflestum ofbauð orðfæri þessa fólks, nema þeim sem eru sama sinnis eða eru alveg jafn illa haldnir af siðblindu.  Popúlistarnir tala um ólögmæti upptökunnar og vinna hörðum höndum við að gera þetta mál pólitískt.  Hvað var ólögmætt við þessa upptöku?  Einstaklingi ofbauð fúlmennskan og tók þetta upp.  Fólk með minnsta vott af siðferðisvitund hefði gert nákvæmlega það sama.  Nákvæmlega ekkert ólögmætt við þetta, en sannleikanum verður hver sárreiðastur.  Alþingismenn eiga að vera öðrum til fyrirmyndar.  Hvað, sem þetta fólk er þá eru þau gersamlega óhæfar fyrirmyndir!  

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 16.1.2019 kl. 19:50

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Vinstrimenn þekktu vel hofið hvar Alþingismenn sóttu jafnan til að  pústa út og blóta. Var ekki óvenjulítið af vinstri mönnum kvöldið sem einstaklingi ofbauð svo hún reif upp símann sinn og tók upp; Óvenjuleg viðbrögð og sjálfsstjórn af manneskju sem tók þetta svona inn á sig. 
Ójú Arnór þessi upptaka er ólögmæt tekin í einkasamtölum þótt hún hafi ekki verið neitt koddahjal.    

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2019 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband